Fótbolti

Þrír dagar í EM: Elskar að pirra Dag­nýju og borða banana­brauð en hatar banana

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sveindís Jane Jónsdóttir finnst mjög gaman að pirra Dagný Brynjarsdóttur og elskar bananabrauð þó hún hati banana.
Sveindís Jane Jónsdóttir finnst mjög gaman að pirra Dagný Brynjarsdóttur og elskar bananabrauð þó hún hati banana. VÍSIR/VILHELM

Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins en Ísland hefur leik þann 10. júlí. Þýskalandsmeistarinn Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður Wolfsburg, er næst á dagskrá.

Það þarf vart að kynna Sveindísi Jane Jónsdóttur fyrir landi og þjóð. Eftir að hafa raðað inn mörkum með Keflavík þá gekk hún til liðs við Breiðablik fyrir sumarið 2020 og það var ekki aftur snúið. Hún stimplaði sig strax inn sem ein sú besta í efstu deild og var mætt í landsliðið stuttu síðar. 

Þýska stórliðið Wolfsburg var ekki lengi að festa kaup á Sveindísi Jane en lánaði hana til Svíþjóðar. Þar lék hún með Íslendingaliði Kristianstad áður en hún kom, sá og sigraði í Þýskalandi. Hin 21 árs gamla Sveindís Jane er nú orðin lykilmaður í liðinu sem vann þýska meistaratitilinn og er talin ein af mest spennandi leikmönnum Evrópumótsins. 

Þekkt fyrir sinn gríðarlega hraða og snyrtilegar afgreiðslur en Sveindís Jane getur spilað nokkurn veginn hvar sem er í fremstu þremur stöðum vallarins. Þá er hún gríðarlegt vopn er kemur að innköstum en Sveindís Jane getur grýtt boltanum lengra en flestar og flestir.

Sveindís Jane í leik með Wolfsburg gegn Barcelona.Joan Valls/Getty Images

Fyrsti meistaraflokksleikur? Árið 2015 með Keflavík.

Hver hefur kennt þér mest í fótbolta? Gunnar M. Jónsson (þjálfari Keflavíkur) og Haukur Ben hafa kennt mér ansi margt!

Lag sem kemur þér í gírinn fyrir leik? Allt með Jóni Jónssyni, Beyoncé og Khalid.

Mætir einhver af fjölskyldu/vinum til að styðja þig á EM? Já svoooo margir!

Hvaða námi eða vinnu hefur þú sinnt (fyrir utan fótbolta)? Ég er bara búin með framhaldsskóla, svo er ég lærður einkaþjálfari.

Í hvernig skóm spilarðu? Nike Mercurial.

Uppáhalds lið í enska? Arsenal.

Uppáhalds tölvuleikur? Spila voða lítið af tölvuleikjum.

Uppáhalds matur? Eeeelska pasta!

Fyndnust í landsliðinu? Sif, Elísa, Cecilía, Dagný og fl.

Gáfuðust í landsliðinu? Doctor Elín.

Óstundvísust í landsliðinu? Doctor Elín.

Hvaða lið vinnur EM (ef ekki Ísland)? Spánn.

Hvað er skemmtilegast að gera milli æfinga og leikja í landsliðsferðum? Það er æði að böggast í Dagnýju, held það sé það skemmtilegasta sem ég og Cessa gerum. Ever.

Besti andstæðingur/leiðinlegasti andstæðingur: Hanna Glas (sænsk landsliðskona sem spilar með Bayern).

Átrúnaðargoð í æsku? Margrét Lára.

Nefndu eina staðreynd um þig sem fáir vita: Ég haaaaaaata banana, en ég borða samt bananabrauð.


Tengdar fréttir

Fjórtán dagar í EM: „Ég á sjö frabær systkini“

Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Reynsluboltinn og harðhausinn Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er næst í röðinni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.