Sex dagar í EM: Skófrík sem spilar Mario Kart og kemur sér í gírinn með hjálp frá Kanye West Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. júlí 2022 11:01 Selma Sól Magnúsdóttir á ferðinni í leik Íslands og Tékklands í undankeppni HM í fyrra. Vísir/Hulda Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Næst á dagskrá er miðjumaðurinn Selma Sól Magnúsdóttir. Hún er á leið á sitt fyrsta Evrópumót. Selma þreytti frumraun sína með A-landsliðinu í 2-1 tapi fyrir Noregi í æfingaleik á La Manga á Spáni í janúar 2018. Alls eru landsleikir hennar sautján talsins og mörkin tvö. Selma, sem er 24 ára, er uppalin hjá Breiðabliki og lék sinn fyrsta leik með liðinu í Pepsi Max-deildinni 2013, þá aðeins fimmtán ára. Hún var lánuð til Fylkis tímabilið 2015 en sneri svo aftur til Breiðabliks og lék með liðinu út síðasta tímabil. Þá samdi hún við Rosenborg í Noregi. Selma hefur stimplað sig vel inn með Rosenborg, leikið alla fimmtán leiki liðsins í norsku úrvalsdeildinni og skorað þrjú mörk. Selma varð Íslandsmeistari með Breiðabliki 2018 og bikarmeistari 2018 og 2021. Hún hefur leikið 84 leiki í efstu deild á Íslandi og skorað átta mörk. Selma lék ekkert 2020 eftir að hafa slitið krossband í hné undir lok tímabilsins 2019 en hefur komið sterk til baka eftir það. Selma fagnar góðum sigri með Breiðabliki.Vísir/Hulda Fyrsti meistaraflokksleikur? 15.08.2013. Hver hefur kennt þér mest í fótbolta? Þorsteinn Halldórsson. Lag sem kemur þér í gírinn fyrir leik? Hlusta á Kanye West fyrir hvern leik. Mætir einhver af fjölskyldu/vinum til að styðja þig á EM? Já, fjölskylda. Hvaða námi eða vinnu hefur þú sinnt (fyrir utan fótbolta)? Hjúkrunarfræði. Í hvernig skóm spilarðu? Nike Vapor. Uppáhalds lið í enska? Liverpool. Uppáhalds tölvuleikur? Mario Kart. Uppáhalds matur? Pizza. Fyndnust í landsliðinu? Telma. Gáfuðust í landsliðinu? Áslaug Munda. Óstundvísust í landsliðinu? Dagný. Hvaða lið vinnur EM (ef ekki Ísland)? Svíþjóð. Hvað er skemmtilegast að gera milli æfinga og leikja í landsliðsferðum? Slappa af, eiga gott spjall með liðsfélögum, horfa á sjónvarp, lesa bók og margt fleira Besti andstæðingur/leiðinlegasti andstæðingur? Besti andstæðingur er Marie-Antoinette Katoto í Paris Saint-Germain. Átrúnaðargoð í æsku? Steven Gerrard. Nefndu eina staðreynd um þig sem fáir vita: Ég er skófrík. EM 2022 í Englandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Sjá meira
Hún er á leið á sitt fyrsta Evrópumót. Selma þreytti frumraun sína með A-landsliðinu í 2-1 tapi fyrir Noregi í æfingaleik á La Manga á Spáni í janúar 2018. Alls eru landsleikir hennar sautján talsins og mörkin tvö. Selma, sem er 24 ára, er uppalin hjá Breiðabliki og lék sinn fyrsta leik með liðinu í Pepsi Max-deildinni 2013, þá aðeins fimmtán ára. Hún var lánuð til Fylkis tímabilið 2015 en sneri svo aftur til Breiðabliks og lék með liðinu út síðasta tímabil. Þá samdi hún við Rosenborg í Noregi. Selma hefur stimplað sig vel inn með Rosenborg, leikið alla fimmtán leiki liðsins í norsku úrvalsdeildinni og skorað þrjú mörk. Selma varð Íslandsmeistari með Breiðabliki 2018 og bikarmeistari 2018 og 2021. Hún hefur leikið 84 leiki í efstu deild á Íslandi og skorað átta mörk. Selma lék ekkert 2020 eftir að hafa slitið krossband í hné undir lok tímabilsins 2019 en hefur komið sterk til baka eftir það. Selma fagnar góðum sigri með Breiðabliki.Vísir/Hulda Fyrsti meistaraflokksleikur? 15.08.2013. Hver hefur kennt þér mest í fótbolta? Þorsteinn Halldórsson. Lag sem kemur þér í gírinn fyrir leik? Hlusta á Kanye West fyrir hvern leik. Mætir einhver af fjölskyldu/vinum til að styðja þig á EM? Já, fjölskylda. Hvaða námi eða vinnu hefur þú sinnt (fyrir utan fótbolta)? Hjúkrunarfræði. Í hvernig skóm spilarðu? Nike Vapor. Uppáhalds lið í enska? Liverpool. Uppáhalds tölvuleikur? Mario Kart. Uppáhalds matur? Pizza. Fyndnust í landsliðinu? Telma. Gáfuðust í landsliðinu? Áslaug Munda. Óstundvísust í landsliðinu? Dagný. Hvaða lið vinnur EM (ef ekki Ísland)? Svíþjóð. Hvað er skemmtilegast að gera milli æfinga og leikja í landsliðsferðum? Slappa af, eiga gott spjall með liðsfélögum, horfa á sjónvarp, lesa bók og margt fleira Besti andstæðingur/leiðinlegasti andstæðingur? Besti andstæðingur er Marie-Antoinette Katoto í Paris Saint-Germain. Átrúnaðargoð í æsku? Steven Gerrard. Nefndu eina staðreynd um þig sem fáir vita: Ég er skófrík.
EM 2022 í Englandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Sjá meira