Fótbolti

Fjórir dagar í EM: Heldur því miður með Man Utd og elskar rautt kjöt

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Telma Ívarsdóttir í leik með Blikum.
Telma Ívarsdóttir í leik með Blikum. Vísir/Diego

Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins en Ísland hefur leik þann 10. júlí. Markvörðurinn Telma Ívarsdóttir er næst í röðinni.

Hin 23 ára gamla Telma  stendur vaktina í marki bikarmeistara Breiðabliks. Hun fékk það vandasama hlutverk í að stíga inn er Sonný Lára Þráinsdóttir lagði hanskana á hilluna en segja má að Telma hafi staðið sig með prýði. Hún varð Íslandsmeistari með liðinu sumarið 2020, bikarmeistari í fyrra og spilaði svo með Blikum í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu þar sem þær mættu Real Madríd og París Saint-Germain.

Telma er alin upp á Austurlandi og náði nokkrum leikjum með Fjarðabyggð áður en hún færði sig á höfuðborgarsvæðið. Fór á láni til Grindavíkur, Hauka og FH áður en hún hirti loks markmannsstöðuna hjá Blikum.

Ásamt því að spila 122 leik í deild, bikar og Evrópu þá hefur hennig einnig tekist að skora eitt mark, það kom með Fjarðabyggð sumarið 2014. Telma á að baki einn A-landsleik en sá kom í 2-1 sigri á Tékklandi í SheBelieves-bikarnum fyrr á þessu ári.

Fyrsti meistaraflokksleikur? 2014

Hver hefur kennt þér mest í fótbolta? Pabbi og Óli Péturs (markmannsþjálfari Breiðabliks og íslenska landsliðsins).

Lag sem kemur þér í gírinn fyrir leik? Push It með Mike Candys er lag sem ég þarf alltaf að hlusta á fyrir upphitun!

Mætir einhver af fjölskyldu/vinum til að styðja þig á EM? Já mjög margir sem ég þekki eru að koma og auðvitað koma mamma og pabbi á alla leikina.

Hvaða námi eða vinnu hefur þú sinnt (fyrir utan fótbolta)? Ég er í skóla og vinn á sumrin með boltanum, er reyndar í sumarskóla núna líka.

Í hvernig skóm spilarðu? Nike skóm.

Uppáhalds lið í enska? Manchester United því miður….

Uppáhalds tölvuleikur? Tetris, Candy Crush og Sudoku ef það flokkast sem tölvuleikur.

Uppáhalds matur? Elska allt rautt kjöt og humar en uppáhalds er örugglega nautasteik og hreindýrakjöt.

Fyndnust í landsliðinu? Gef Cessu þennan titil

Gáfuðust í landsliðinu? Allar stelpurnar eru mjög vel menntaðar og lærðar en kannski misgáfaðar.

Óstundvísust í landsliðinu? Erum bara allar frekar stundvísar.

Hvaða lið vinnur EM (ef ekki Ísland)? Spánn.

Hvað er skemmtilegast að gera milli æfinga og leikja í landsliðsferðum? Rölta og skoða sig um með stelpunum.

Besti andstæðingur/leiðinlegasti andstæðingur: Allar í PSG og Real Madrid voru frekar góðar.

Átrúnaðargoð í æsku? Ronaldo og Rooney

Nefndu eina staðreynd um þig sem fáir vita: Æfði blak með fótboltanum þangað til að ég varð 16 ára.


Tengdar fréttir

Fjórtán dagar í EM: „Ég á sjö frabær systkini“

Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Reynsluboltinn og harðhausinn Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er næst í röðinni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.