Fimm dagar í EM: Leit upp til Gerrards en flautæfingarnar hafa engu skilað Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. júlí 2022 11:00 Alexandra Jóhannsdóttir í leik á móti Tékkum á SheBelievesCup í febrúar. Getty/Ric Tapia Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Hafnfirski miðjumaðurinn Alexandra Jóhannsdóttir er næst í röðinni. Alexandra, sem er 22 ára, er uppalinn hjá Haukum. Hún lék sextán leiki og skoraði tvö mörk fyrir Hafnarfjarðarliðið í Pepsi Max deildinni 2017 og var valin besti ungi leikmaður Íslandsmótsins. Hún samdi í kjölfarið við Breiðablik. Alexandra lék með Breiðabliki í þrjú tímabil og varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari með liðinu. Hún gekk í raðir Frankfurt í Þýskalandi í ársbyrjun 2021. Tækifærin hjá liðinu hafa verið af skornum skammti og því var Alexandra lánuð til Breiðabliks í sumar. Hún hefur leikið níu leiki í deild og bikar með Breiðabliki og skorað þrjú mörk. Alexandra snýr væntanlega aftur til Frankfurt eftir Evrópumótið. Alexandra hefur alls leikið 74 leiki í efstu deild á Íslandi og skorað 31 mark. Í síðustu viku lék Alexandra sinn 24. landsleik þegar hún kom inn á undir lokin í 1-3 sigrinum á Póllandi. Í landsleikjunum 24 hefur hún skorað þrjú mörk. Alexandra í bikarúrslitaleik Frankfurt og Wolfsburg í fyrra.getty/Alex Gottschalk Fyrsti meistaraflokksleikur? 2015 með Haukum. Hver hefur kennt þér mest í fótbolta? Bætti mig allavegana mest hjá Breiðablik þannig ætli það sé ekki Þorsteinn Halldórsson. Lag sem kemur þér í gírinn fyrir leik? Greatest showman. Mætir einhver af fjölskyldu/vinum til að styðja þig á EM? Heldur betur, öll fjölskyldan mætir. Hvaða námi eða vinnu hefur þú sinnt (fyrir utan fótbolta)? Var í heilbrigðisverkfræði áður en ég flutti til Þýskalands Í hvernig skóm spilarðu? Puma ultra. Uppáhalds lið í enska? Liverpool. Uppáhalds tölvuleikur? Block! Uppáhalds matur? Erfitt að gera upp á milli en mér finnst pítsa, nautakjöt og rækjur æði. Fyndnust í landsliðinu? Cessa. Gáfuðust í landsliðinu? Áslaug Munda. Óstundvísust í landsliðinu? Mér finnst alltaf allar mæta á réttum tíma, Dagný er oft seinust að mæta en aldrei sein samt. Hvaða lið vinnur EM (ef ekki Ísland)? England. Hvað er skemmtilegast að gera milli æfinga og leikja í landsliðsferðum? Alltaf gaman að slappa af með herbergisfélaganum. Besti andstæðingur/leiðinlegasti andstæðingur? Erfitt að velja. Átrúnaðargoð í æsku? Steven Gerrard. Nefndu eina staðreynd um þig sem fáir vita: Kann ekki að flauta þrátt fyrir stífar æfingar. Fótbolti EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjá meira
Alexandra, sem er 22 ára, er uppalinn hjá Haukum. Hún lék sextán leiki og skoraði tvö mörk fyrir Hafnarfjarðarliðið í Pepsi Max deildinni 2017 og var valin besti ungi leikmaður Íslandsmótsins. Hún samdi í kjölfarið við Breiðablik. Alexandra lék með Breiðabliki í þrjú tímabil og varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari með liðinu. Hún gekk í raðir Frankfurt í Þýskalandi í ársbyrjun 2021. Tækifærin hjá liðinu hafa verið af skornum skammti og því var Alexandra lánuð til Breiðabliks í sumar. Hún hefur leikið níu leiki í deild og bikar með Breiðabliki og skorað þrjú mörk. Alexandra snýr væntanlega aftur til Frankfurt eftir Evrópumótið. Alexandra hefur alls leikið 74 leiki í efstu deild á Íslandi og skorað 31 mark. Í síðustu viku lék Alexandra sinn 24. landsleik þegar hún kom inn á undir lokin í 1-3 sigrinum á Póllandi. Í landsleikjunum 24 hefur hún skorað þrjú mörk. Alexandra í bikarúrslitaleik Frankfurt og Wolfsburg í fyrra.getty/Alex Gottschalk Fyrsti meistaraflokksleikur? 2015 með Haukum. Hver hefur kennt þér mest í fótbolta? Bætti mig allavegana mest hjá Breiðablik þannig ætli það sé ekki Þorsteinn Halldórsson. Lag sem kemur þér í gírinn fyrir leik? Greatest showman. Mætir einhver af fjölskyldu/vinum til að styðja þig á EM? Heldur betur, öll fjölskyldan mætir. Hvaða námi eða vinnu hefur þú sinnt (fyrir utan fótbolta)? Var í heilbrigðisverkfræði áður en ég flutti til Þýskalands Í hvernig skóm spilarðu? Puma ultra. Uppáhalds lið í enska? Liverpool. Uppáhalds tölvuleikur? Block! Uppáhalds matur? Erfitt að gera upp á milli en mér finnst pítsa, nautakjöt og rækjur æði. Fyndnust í landsliðinu? Cessa. Gáfuðust í landsliðinu? Áslaug Munda. Óstundvísust í landsliðinu? Mér finnst alltaf allar mæta á réttum tíma, Dagný er oft seinust að mæta en aldrei sein samt. Hvaða lið vinnur EM (ef ekki Ísland)? England. Hvað er skemmtilegast að gera milli æfinga og leikja í landsliðsferðum? Alltaf gaman að slappa af með herbergisfélaganum. Besti andstæðingur/leiðinlegasti andstæðingur? Erfitt að velja. Átrúnaðargoð í æsku? Steven Gerrard. Nefndu eina staðreynd um þig sem fáir vita: Kann ekki að flauta þrátt fyrir stífar æfingar.
Fótbolti EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjá meira