Tuttugu dagar í EM: „Með þá lágmarkskröfu á klefatónlist að það sé hægt að syngja með laginu“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júní 2022 11:02 Hallbera í leik gegn Svíum á Laugardalsvelli í undankeppni EM. vísir/vilhelm Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Hallbera Guðný Gísladóttir ríður á vaðið. Vinstri bakvörðurinn Hallbera Guðný er einn reynslumesti leikmaður íslenska hópsins sem heldur á Evrópumótið í Englandi í næsta mánuði. Það segir sig kannski sjálft þar sem það eru komnir tveir áratugir síðan hún lék sinn fyrsta meistaraflokksleik. Hallbera Guðný er á leiðinni á sitt þriðja Evrópumót með íslenska landsliðinu. Hún spilaði sinn fyrsta A-landsleik árið 2008 og hefur alls spilað 127 sinnum fyrir Íslands hönd. Hallbera Guðný var ekki í hópnum sem fór á fyrsta Evrópumót Íslands árið 2009 en hún fór bæði 2013 og 2017. Hallbera Guðný í vináttulandsleik gegn Ítalíu á síðasta ári.MATTEO CIAMBELLI/GETTY IMAGES Vinstri bakvörðurinn hefur komið víða við á ferli sínum en í dag spilar hún með Kalmar í Svíþjóð. Það er hennar fjórða lið í Svíþjóð en á síðasti ári lék hún með AIK, árið 2017 var það Djurgården og frá 2012 til 2013 var Piteå. Hér á landi hefur Hallbera Guðný spilað með uppeldisfélagi sínu ÍA, Breiðabliki og Val. Þá lék hún einnig 13 leiki með ítalska liðinu Torres árið 2014. EM kvenna í fótbolta hefst þann 6. júlí en Ísland hefur leik fjórum dögum síðar, sunnudaginn 10. júlí. Ísland er D-riðli með Frakklandi, Ítalíu og Belgíu. Fyrsti meistaraflokksleikur? Júní 2002. Hver hefur kennt þér mest í fótbolta? Margir góðir þjálfarar sem hafa kennt manni helling. Freysi (Freyr Alexandersson) var líklegast sá fyrsti sem náði að búa til almennilegt kjúklingasalat úr litla Skagakjúllanum. Lag sem kemur þér í gírinn fyrir leik? Stjórnin. Er með þá lágmarkskröfu á klefatónlist að það sé hægt að syngja með laginu. Mætir einhver af fjölskyldu/vinum til að styðja þig á EM? Já að minnsta kosti foreldrarnir. Hvaða námi eða vinnu hefur þú sinnt (fyrir utan fótbolta)? Kláraði BS-próf í viðskiptafræði og nú nýlega var ég að klára Meistaranám í markaðsfræði. Ég hef einnig unnið allskonar með fótboltanum, síðasta vinnan var í Landsbankanum sem þjónustu fulltrúi. Í hvernig skóm spilarðu? Nike. Uppáhalds lið í enska? Manchester United. Uppáhalds tölvuleikur? Var mjög flink í Sims einu sinni. Annars spila ég ekki tölvuleiki í dag. Uppáhalds matur? Pizza og allt með mexíkósku þema. Fyndnust í landsliðinu? Cessa (Cecilía Rán Rúnarsdóttir) þegar hún er í stuði. Gáfuðust í landsliðinu? Ég er að minnsta kosti með flesta sigra í Pub-Quizunum. En ætli það sé samt ekki Guðrún (Arnardóttir) sem er með hæstu greindarvísitöluna. Óstundvísust í landsliðinu? Elín Metta Jensen. Hvaða lið vinnur EM (ef ekki Ísland)? Pass. Hvað er skemmtilegast að gera milli æfinga og leikja í landsliðsferðum? Gaman þegar við fáum að skoða okkur um í þeirri borg sem við erum i hverju sinni. Besti andstæðingur/leiðinlegasti andstæðingur? Ási (Ásmundur Haraldsson, aðstoðarþjálfari) í reitarbolta, ótrúlega lipur. Átrúnaðargoð í æsku? Eric Cantona, Ryan Giggs, David Beckham og co. Nefndu eina staðreynd um þig sem fáir vita? Ég féll í frönsku 203. Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Patrick með slitna hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Sjá meira
Vinstri bakvörðurinn Hallbera Guðný er einn reynslumesti leikmaður íslenska hópsins sem heldur á Evrópumótið í Englandi í næsta mánuði. Það segir sig kannski sjálft þar sem það eru komnir tveir áratugir síðan hún lék sinn fyrsta meistaraflokksleik. Hallbera Guðný er á leiðinni á sitt þriðja Evrópumót með íslenska landsliðinu. Hún spilaði sinn fyrsta A-landsleik árið 2008 og hefur alls spilað 127 sinnum fyrir Íslands hönd. Hallbera Guðný var ekki í hópnum sem fór á fyrsta Evrópumót Íslands árið 2009 en hún fór bæði 2013 og 2017. Hallbera Guðný í vináttulandsleik gegn Ítalíu á síðasta ári.MATTEO CIAMBELLI/GETTY IMAGES Vinstri bakvörðurinn hefur komið víða við á ferli sínum en í dag spilar hún með Kalmar í Svíþjóð. Það er hennar fjórða lið í Svíþjóð en á síðasti ári lék hún með AIK, árið 2017 var það Djurgården og frá 2012 til 2013 var Piteå. Hér á landi hefur Hallbera Guðný spilað með uppeldisfélagi sínu ÍA, Breiðabliki og Val. Þá lék hún einnig 13 leiki með ítalska liðinu Torres árið 2014. EM kvenna í fótbolta hefst þann 6. júlí en Ísland hefur leik fjórum dögum síðar, sunnudaginn 10. júlí. Ísland er D-riðli með Frakklandi, Ítalíu og Belgíu. Fyrsti meistaraflokksleikur? Júní 2002. Hver hefur kennt þér mest í fótbolta? Margir góðir þjálfarar sem hafa kennt manni helling. Freysi (Freyr Alexandersson) var líklegast sá fyrsti sem náði að búa til almennilegt kjúklingasalat úr litla Skagakjúllanum. Lag sem kemur þér í gírinn fyrir leik? Stjórnin. Er með þá lágmarkskröfu á klefatónlist að það sé hægt að syngja með laginu. Mætir einhver af fjölskyldu/vinum til að styðja þig á EM? Já að minnsta kosti foreldrarnir. Hvaða námi eða vinnu hefur þú sinnt (fyrir utan fótbolta)? Kláraði BS-próf í viðskiptafræði og nú nýlega var ég að klára Meistaranám í markaðsfræði. Ég hef einnig unnið allskonar með fótboltanum, síðasta vinnan var í Landsbankanum sem þjónustu fulltrúi. Í hvernig skóm spilarðu? Nike. Uppáhalds lið í enska? Manchester United. Uppáhalds tölvuleikur? Var mjög flink í Sims einu sinni. Annars spila ég ekki tölvuleiki í dag. Uppáhalds matur? Pizza og allt með mexíkósku þema. Fyndnust í landsliðinu? Cessa (Cecilía Rán Rúnarsdóttir) þegar hún er í stuði. Gáfuðust í landsliðinu? Ég er að minnsta kosti með flesta sigra í Pub-Quizunum. En ætli það sé samt ekki Guðrún (Arnardóttir) sem er með hæstu greindarvísitöluna. Óstundvísust í landsliðinu? Elín Metta Jensen. Hvaða lið vinnur EM (ef ekki Ísland)? Pass. Hvað er skemmtilegast að gera milli æfinga og leikja í landsliðsferðum? Gaman þegar við fáum að skoða okkur um í þeirri borg sem við erum i hverju sinni. Besti andstæðingur/leiðinlegasti andstæðingur? Ási (Ásmundur Haraldsson, aðstoðarþjálfari) í reitarbolta, ótrúlega lipur. Átrúnaðargoð í æsku? Eric Cantona, Ryan Giggs, David Beckham og co. Nefndu eina staðreynd um þig sem fáir vita? Ég féll í frönsku 203.
Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Patrick með slitna hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn