Man Utd segir Ronaldo ekki til sölu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. júlí 2022 10:32 Manchester United vill halda Cristiano Ronaldo en Portúgalinn ku vilja yfirgefa félagið. Manchester United/Getty Images Cristiano Ronaldo, hinn 37 ára gamli framherji Manchester United, er ekki til sölu ef marka má nýjustu fréttir frá Englandi. Ronaldo hafði óskað eftir sölu frá félaginu vegna metnaðarleysis á félagaskiptamarkaðnum. Þá komst Man United ekki í Meistaradeild Evrópu. Landsliðsmenn Man United mæta til æfinga í dag og greindi Sky Sports frá því að Ronaldo ætti að vera þar á meðal. Skömmu síðar var staðfest að Ronaldo yrði ekki meðal þeirra leikmanna sem myndu snúa aftur úr fríi í dag, fjölskylduástæður liggja þar að baki samkvæmt yfirlýsingu félagsins. Þeir leikmenn sem tóku þátt í landsliðsverkefnum í júní fengu eilítið lengra frí en aðrir leikmenn Man Utd mættu á sína fyrstu æfingu undir stjórn Erik ten Hag fyrir viku síðan. Það hefur lítið gengið hjá Man United á félagaskiptamarkaðnum. Ten Hag hefur verið á höttunum á eftir Frenkie de Jong, miðjumanni Barcelona, en sá vill hvorki fara frá Katalóníu né virðist Barcelona vilja selja hann. Vinstri bakvörðurinn Tyrell Malacia er genginn til liðs við félagið og er nú einn sex bakvarða í aðalliðshóp félagsins. Í frétt Sky kemur fram að Man United veit raunar ekki hvort Ronaldo mun mæta á æfingu né hvort hann sé á Bretlandseyjum yfir höfuð. Þrátt fyrir það og alla umræðuna í kringum Ronaldo undanfarna daga þá hefur Man United haldið því statt og stöðugt fram að leikmaðurinn sé ekki til sölu. #MUFC insist Cristiano Ronaldo is not for sale despite his intention to leave the club United expect Ronaldo to return to training this morning.pic.twitter.com/JPu6BagpF3— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) July 4, 2022 Á vef The Athletic er farið yfir stöðu mála hjá Ronaldo en Ralf Rangnick, þáverandi þjálfari liðsins, stakk upp á því að selja hinn 37 ára gamla Ronaldo í janúar og kaupa nýjan framherja í staðinn. Forráðamenn félagsins tóku það ekki í mál en rétt tæpu hálfi ári síðar vill Ronaldo sjálfur færa sig um set. Hvert hann myndi fara er stóra spurningin en Chelsea virðist eini raunhæfi möguleikinn innan Englands. París Saint-Germain vill ekki „bling bling“ lengur og það eru ekki mörg félög sem geta borgað leikmanni sem verður 38 ára í febrúar næstkomandi sömu laun og Man United en talið er að Ronaldo þéni um hálfa milljón punda á viku. #MUFC unsure when Ronaldo will report back this week Talks with Ten Hag planned + going on tour non-negotiable Rangnick proposed selling and replacing him in Jan Club adamant he stays - have not pursued a striker@stujames75 @lauriewhitwell https://t.co/1K7RgRvrQ7— The Athletic UK (@TheAthleticUK) July 4, 2022 Ronaldo er samningsbundinn Man Utd út næstu leiktíð og vill félagið vilja halda honum. Leikmaðurinn sjálfur vill samkvæmt öllum fréttum spila í Meistaradeild Evrópu enda er það sú keppni þar sem hann hefur borið höfuð og herðar yfir sína helstu keppinauta í gegnum árin. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Sjá meira
Landsliðsmenn Man United mæta til æfinga í dag og greindi Sky Sports frá því að Ronaldo ætti að vera þar á meðal. Skömmu síðar var staðfest að Ronaldo yrði ekki meðal þeirra leikmanna sem myndu snúa aftur úr fríi í dag, fjölskylduástæður liggja þar að baki samkvæmt yfirlýsingu félagsins. Þeir leikmenn sem tóku þátt í landsliðsverkefnum í júní fengu eilítið lengra frí en aðrir leikmenn Man Utd mættu á sína fyrstu æfingu undir stjórn Erik ten Hag fyrir viku síðan. Það hefur lítið gengið hjá Man United á félagaskiptamarkaðnum. Ten Hag hefur verið á höttunum á eftir Frenkie de Jong, miðjumanni Barcelona, en sá vill hvorki fara frá Katalóníu né virðist Barcelona vilja selja hann. Vinstri bakvörðurinn Tyrell Malacia er genginn til liðs við félagið og er nú einn sex bakvarða í aðalliðshóp félagsins. Í frétt Sky kemur fram að Man United veit raunar ekki hvort Ronaldo mun mæta á æfingu né hvort hann sé á Bretlandseyjum yfir höfuð. Þrátt fyrir það og alla umræðuna í kringum Ronaldo undanfarna daga þá hefur Man United haldið því statt og stöðugt fram að leikmaðurinn sé ekki til sölu. #MUFC insist Cristiano Ronaldo is not for sale despite his intention to leave the club United expect Ronaldo to return to training this morning.pic.twitter.com/JPu6BagpF3— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) July 4, 2022 Á vef The Athletic er farið yfir stöðu mála hjá Ronaldo en Ralf Rangnick, þáverandi þjálfari liðsins, stakk upp á því að selja hinn 37 ára gamla Ronaldo í janúar og kaupa nýjan framherja í staðinn. Forráðamenn félagsins tóku það ekki í mál en rétt tæpu hálfi ári síðar vill Ronaldo sjálfur færa sig um set. Hvert hann myndi fara er stóra spurningin en Chelsea virðist eini raunhæfi möguleikinn innan Englands. París Saint-Germain vill ekki „bling bling“ lengur og það eru ekki mörg félög sem geta borgað leikmanni sem verður 38 ára í febrúar næstkomandi sömu laun og Man United en talið er að Ronaldo þéni um hálfa milljón punda á viku. #MUFC unsure when Ronaldo will report back this week Talks with Ten Hag planned + going on tour non-negotiable Rangnick proposed selling and replacing him in Jan Club adamant he stays - have not pursued a striker@stujames75 @lauriewhitwell https://t.co/1K7RgRvrQ7— The Athletic UK (@TheAthleticUK) July 4, 2022 Ronaldo er samningsbundinn Man Utd út næstu leiktíð og vill félagið vilja halda honum. Leikmaðurinn sjálfur vill samkvæmt öllum fréttum spila í Meistaradeild Evrópu enda er það sú keppni þar sem hann hefur borið höfuð og herðar yfir sína helstu keppinauta í gegnum árin.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn