Íslenski boltinn

Al­marr: Þeir áttu þetta skilið

Dagur Lárusson skrifar
Almarr í leik með Fram á sínum tíma. Hann gekk í raðir félagsins á nýjan leik fyrir örfáum dögum.
Almarr í leik með Fram á sínum tíma. Hann gekk í raðir félagsins á nýjan leik fyrir örfáum dögum. Vísir/Vilhelm

Almarr Ormarsson, leikmaður Fram, var að vonum ósáttur eftir tap liðsins gegn Keflavík í Bestu deild karla í kvöld en lokatölur leiksins voru 3-1.

„Mér fannst við einfaldlega ekki vera nægilega harðir af okkur í dag og þeir voru mikið betri,“ byrjaði Almarr Ormarsson, nýjasti leikmaður Fram, að segja í viðtali eftir leik.

„Við eiginlega gerðum þetta bara auðvelt fyrir þá, þeir fengu alltof mikinn tíma á boltanum og síðan fá þeir tvö mörk þar sem við erum sofandi inn í teig og við eigum að vera löngu búnir að koma boltanum í burtu eða vera á mönnum. Keflavík voru einfaldlega betri og áttu þetta skilið,“ hélt Almarr áfram.

Almarr er ný genginn til liðs við Fram frá Val en þetta var fyrsti leikur hans fyrir liðið eftir félagsskiptin.

„Ég hefði nú viljað byrja þetta öðruvísi, þetta var ekki alveg byrjunin sem ég vildi en það er bara næsti leikur.“

Almarr var einnig spurður út í félagsskiptin frá Val.

„Já það eru komin þónokkur ár frá því ég var í Fram síðast og ég er mjög spenntur fyrir þessu og mér líst mjög vel á þetta. Félagið er á uppleið, ekki bara aðstaðan heldur líka aðeins í kringum félagið líka eins og til dæmis flott fólk í stjórninni og svo framvegis.“


Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.