Skothríð í verslunarmiðstöð í Kaupmannahöfn Magnús Jochum Pálsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 3. júlí 2022 16:25 Sjúkrabíll og vopnaðir lögreglumenn fyrir utan verslunarmiðstöðina Field's. EPA-EFE/Olafur Steinar Gestsson Skotmaður vopnaður haglabyssu hóf skothríð inni í verslunarmiðstöðinni Field's í Kaupmannahöfn upp úr sex að staðartíma í dag. Lögreglan segir að nokkrir séu látnir eftir árásina og nokkrir særðir. Þá hefur 22 ára danskur karlmaður verið handtekinn vegna málsins. Samkvæmt fréttamiðlinum DR er stór lögregluaðgerð fyrir utan verslunarmiðstöðina Field's í Amager. Búið er að girða fyrir svæðið og fjöldi þungvopnaðra lögreglumanna standa fyrir utan verslunarmiðstöðina. Einnig hefur þyrla verið kölluð út sem flýgur nú yfir svæðið. Nánar má lesa um skotárásina í vakt Vísis. Heyrði af vopnuðum manni inni í verslunarmiðstöðinni Að sögn íslenskrar stúlku, sem fréttastofa náði tali af en vildi ekki láta nafns síns getið, heyrðist skothríð inni í verslunarmiðstöðinni. Einnig bárust henni fregnir af því að það væri skotmaður vopnaður byssu á gangi um verslunarmiðstöðina. „Ég er að fara á tónleika í Royal Arena við hliðina á Field's. Við heyrðum það sem hljómaði eins og sprengjur, ég veit ekki hvort það hafi bara verið krafturinn,“ sagði stúlkan í viðtali við fréttamann. Hún segist vera búin að fá fréttir af því að það sé maður sem gangi um inni í verslunarmiðstöðinni vopnaður byssu og hann sé að skjóta á saklaust fólk en að fólk viti ekki hversu margir eru dánir. „Það eru þyrlur í loftinu og lögreglubílar, sírenur og lögregluljós,“ sagði stúlkan. Hún segir að fólk sé mjög hrætt enda óvissan mikil. Fylgst verður með frekari tíðindum í Vaktinni hér á Vísi. Danmörk Lögreglumál Skotárás í Field's í Kaupmannahöfn Tengdar fréttir Vaktin: Skotárás í Kaupmannahöfn Þrjú eru látin og þrjú eru í lífshættu eftir skotárás í verslunarmiðstöðinni Field's í Kaupmannahöfn. 22 ára danskur karlmaður hefur verið handtekinn vegna málsins. 3. júlí 2022 17:44 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Fleiri fréttir Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Sjá meira
Samkvæmt fréttamiðlinum DR er stór lögregluaðgerð fyrir utan verslunarmiðstöðina Field's í Amager. Búið er að girða fyrir svæðið og fjöldi þungvopnaðra lögreglumanna standa fyrir utan verslunarmiðstöðina. Einnig hefur þyrla verið kölluð út sem flýgur nú yfir svæðið. Nánar má lesa um skotárásina í vakt Vísis. Heyrði af vopnuðum manni inni í verslunarmiðstöðinni Að sögn íslenskrar stúlku, sem fréttastofa náði tali af en vildi ekki láta nafns síns getið, heyrðist skothríð inni í verslunarmiðstöðinni. Einnig bárust henni fregnir af því að það væri skotmaður vopnaður byssu á gangi um verslunarmiðstöðina. „Ég er að fara á tónleika í Royal Arena við hliðina á Field's. Við heyrðum það sem hljómaði eins og sprengjur, ég veit ekki hvort það hafi bara verið krafturinn,“ sagði stúlkan í viðtali við fréttamann. Hún segist vera búin að fá fréttir af því að það sé maður sem gangi um inni í verslunarmiðstöðinni vopnaður byssu og hann sé að skjóta á saklaust fólk en að fólk viti ekki hversu margir eru dánir. „Það eru þyrlur í loftinu og lögreglubílar, sírenur og lögregluljós,“ sagði stúlkan. Hún segir að fólk sé mjög hrætt enda óvissan mikil. Fylgst verður með frekari tíðindum í Vaktinni hér á Vísi.
Danmörk Lögreglumál Skotárás í Field's í Kaupmannahöfn Tengdar fréttir Vaktin: Skotárás í Kaupmannahöfn Þrjú eru látin og þrjú eru í lífshættu eftir skotárás í verslunarmiðstöðinni Field's í Kaupmannahöfn. 22 ára danskur karlmaður hefur verið handtekinn vegna málsins. 3. júlí 2022 17:44 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Fleiri fréttir Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Sjá meira
Vaktin: Skotárás í Kaupmannahöfn Þrjú eru látin og þrjú eru í lífshættu eftir skotárás í verslunarmiðstöðinni Field's í Kaupmannahöfn. 22 ára danskur karlmaður hefur verið handtekinn vegna málsins. 3. júlí 2022 17:44
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent