Enski boltinn

Ronaldo vill fara frá United

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Cristiano Ronaldo gæti verið á förum frá Manchester United.
Cristiano Ronaldo gæti verið á förum frá Manchester United. Bryn Lennon/Getty Images

Knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo hefur óskað eftir því að fá að yfirgefa herbúðir Manchester United í sumar þar sem hann telur liðið ekki geta keppt um stærstu bikara heims.

Það eru hinir ýmsu miðlar sem greina frá þessu, en í umfjöllun Sky Sports um málið kemur fram að þessi 37 ára sóknarmaður sé enn hungraður í titla þrátt fyrir að ferillinn sé farinn að nálgast seinni hlutann. Þá rkemur einnig fram að hann telji það ekki mögulegt verði hann áfram á mála hjá United.

Ronaldo er einnig sagður hafa áhyggjur af liðið hafi ekki enn verslað leikmenn til að styrkja liðið í sumar. Alls hafa 13 leikmenn yfirgefið félagið frá því að félagsskiptaglugginn opnaði, en ekki einn einasti hefur verið keyptur til liðsins.

Á dögunum gáfu forráðamenn United það út að Ronaldo væri ekki til sölu. Félagið er enn sagt hafa trú á því að stórstjarnan verði um kyrrt, en miðað við þessar fregnir gæti orðið erfitt að halda í þennan markahæsta leikmann sögunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×