Erlent

Reknir eftir að hafa sagt rasískan brandara um Meghan Markle

Bjarki Sigurðsson skrifar
Mönnunum var sagt upp vegna skilaboða sem þeir sendu á hópspjall sem innihélt fleiri starfsmenn lögreglunnar.
Mönnunum var sagt upp vegna skilaboða sem þeir sendu á hópspjall sem innihélt fleiri starfsmenn lögreglunnar. Getty

Tveimur lögreglumönnum í London var í dag sagt upp vegna skilaboða sem þeir sendu á hópspjall með öðrum lögreglumönnum. Skilaboðin innihéldu meðal annars rasískan brandara um Meghan Markle, eiginkonu Harry Bretaprins.

Mál lögreglumannanna tveggja, Sukhdev Jeer og Paul Hefford, var tekið fyrir á fundi hjá aganefnd lögreglunnar í London í dag. Niðurstaðan var sú að þeir skildu víkja úr starfi.

Meðal þess sem mennirnir gerðust uppvísir um var að líkja Meghan Markle við Golliwog sem er sögupersóna úr bókum Florence Kate Upton. Rasísku skilaboðin voru þó fleiri og fjölluðu þau flest öll um svart fólk.

„Birtingarnar í þessum hóp ollu miklu mannorðstapi fyrir lögregluna í heild sinni,“ sagði Maruice Cohen, formaður nefndarinnar, þegar málið var rætt.

Í hópnum voru fleiri lögreglumenn sem voru þó ekki tilkynntir til aganefndar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.