Erlent

Ketanji Jack­son fyrsta svarta konan í hæsta­rétti

Bjarki Sigurðsson skrifar
Ketanji Brown Jackson er nýjasti dómarinn við Hæstarétt Bandaríkjanna.
Ketanji Brown Jackson er nýjasti dómarinn við Hæstarétt Bandaríkjanna. AP/J. Scott Applewhite

Ketanji Brown Jackson var í dag fyrst svartra kvenna til að taka sæti í Hæstarétti Bandaríkjanna. Hún tekur við af Stephen Breyer sem er að setjast í helgan stein.

Dómar Hæstaréttar Bandaríkjanna hafa vakið mikla athygli síðustu vikur, þá sérstaklega þegar dómurinn felldi niður fordæmi Roe v Wade sem tryggði konum rétt til þungunarrofs. Sex dómarar af níu kusu með niðurfellingunni, en Breyer sem hættir í dag kaus gegn niðurfellingunni.

Jackson er hún sór embættiseið í dag.Hæstiréttur Bandaríkjanna

Ketanji Jackson sór í dag embættiseið og tekur formlega við af Breyer sem tilkynnti fyrr á árinu að hann ætlaði að hætta. Jackson var tilnefnd af Joe Biden Bandaríkjaforseta og var tilnefningin staðfest af öldungadeild Bandaríkjaþings í apríl. Þrír þingmenn Repúblikana, Susan Collins, Lisa Murkowski og Mitt Romney, kusu með tilnefningunni en hinir 47 á móti.

Það verða litlar breytingar á hugmyndafræðilegri stöðu hæstaréttar með komu Jackson þar sem staðan verður enn sú að sex íhaldssamir dómarar skipaðir af Repúblikönum eiga þar sæti og þrír frjálslyndir  dómarar skipaðir af Demókrötum.


Tengdar fréttir

Tilnefning Ketanji Brown Jackson til hæstaréttar staðfest

Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti rétt í þessu tilnefningu Ketanji Brown Jackson til hæstaréttar þar í landi. Atkvæðagreiðslan fór að mestu eftir flokkslínum en 53 þingmenn greiddu atkvæði með tilnefningunni en 47 gegn henni.

Varðist ásökunum um linkind í garð barnaníðinga

Ketanji Brown Jackson hefur varið undanförnum tveimur dögum í að svara fjölmörgum spurningum bandarískra öldungadeildarþingmanna. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt hana til Hæstaréttar og ef hún kemst í gegnum staðfestingaferli öldungadeildarinnar verður hún fyrsta þeldökka konan í Hæstarétti Bandaríkjanna.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.