Aaron Jansen, lögfræðingur Holder, segir tvo menn hafa ráðist á Holder á meðan hann var í varðhaldi á þriðjudag. Jansen segir Holder hafa hlotið skurð á höfði eftir vopn sem talið er vera rakvélarblað og að þurft hafi þrjá sauma til að loka skurðinum. Þá hafi Holder einnig misst meðvitund í árásinni.
Nipsey Hussle var skotinn til bana árið 2019 á bílastæði fyrir framan verslun sína, Marathon Clothing, í Los Angeles. Hussle var skotinn tíu sinnum með þeim afleiðingum að hann lést aðeins 33 ára gamall. Eftir rannsókn lögreglu var Eric Holder Jr. handtekinn vegna gruns um að hafa myrt rapparann.
Réttarhöld standa nú yfir í morðmáli Hussle.