Erlent

Dæmdur í lífs­tíðar­fangelsi fyrir hryðju­verka­á­rásirnar í París

Bjarki Sigurðsson skrifar
Það myndaðist löng röð fyrir utan dómsalinn þar sem Abdesalam var dæmdur í dag. Mikil öryggisgæsla var á svæðinu en salurinn var sérbyggður fyrir réttarhöldin sem eru ein þau stærstu í sögu Frakklands.
Það myndaðist löng röð fyrir utan dómsalinn þar sem Abdesalam var dæmdur í dag. Mikil öryggisgæsla var á svæðinu en salurinn var sérbyggður fyrir réttarhöldin sem eru ein þau stærstu í sögu Frakklands. AP/Michel Euler

Salah Abdeslam var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir aðild sína að hryðjuverkaárásum í París í nóvember árið 2015. 130 manns létust í árásunum og slösuðust 490 aðrir.

Abdeslam er sá eini af þeim tíu sem tóku þátt í árásunum sem er enn á lífi. Hinir níu frömdu annaðhvort sjálfsvíg eða voru skotnir til bana af lögreglu. Abdesalam var með sprengjubelti á sér á árásardaginn en henti því síðan í ruslið og lét félaga sinn keyra sig til Brussel. Hann fannst þar og var handtekinn nokkrum mánuðum síðar.

Salah Abdeslam.Belgíska lögreglan

Talið er að sprengjuvestið sem Abdesalam var með á sér þetta kvöld hafi bilað og því hann ákveðið að henda því í ruslið og flýja. Hann hélt því þó fram fyrir dómi að hafa hætt við að taka þátt í árásinni á síðustu stundu.

Réttarhöldin yfir Abdesalam stóðu yfir í um tíu mánuði og báru hundruð þeirra sem lifðu árásirnar af vitni.

Abdesalam mun líklegast eyða restinni af ævi sinni á bak við lás og slá í Frakklandi og getur ekki sótt um reynslulausn fyrr en í fyrsta lagi eftir þrjátíu ár. Árið 2018 var hann dæmdur í tuttugu ára fangelsi í Belgíu þar sem hann skaut í átt að lögreglumönnunum sem reyndu að handtaka hann árið 2016.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.