Vaktin: Myndskeið sýnir árásina á verslunarmiðstöðina Hólmfríður Gísladóttir og Árni Sæberg skrifa 29. júní 2022 08:56 Verslunarmiðstöð í Kremenchuk varð fyrir eldflaug í fyrradag. AP Photo/Efrem Lukatsky Sergei Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, segir aðild Svía og Finna að Atlantshafsbandalaginu skapa óstöðugleika og að í augum stjórnvalda í Rússlandi sé um að ræða neikvæða þróun. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Nató, segir stækkun bandalagsins þvert á það sem Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefði viljað. Þá sýndi hún að dyr bandalagsins væru opnar. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu fram eftir degi. Helstu vendingar: Leiðtogar Nató-ríkjanna funda nú í Madríd, þaðan sem tíðinda er að vænta í allan dag. Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins og leiðtogar aðildarríkja Nató segja að ríkin muni á ráðstefnu sinni í Madríd í vikunni skilgreina Rússland sem helstu ógnina við bandalagið. Rússland hefur hingað til verið skilgreint sem „stragedískur samstarfsaðili“. Liz Truss, utanríkisráðherra Breta, sagði í pallborði í morgun að það yrðu stór mistök af hálfu Kínverja ef þeir réðust inn í Taívan. Hún sagði að Bretar og aðrar þjóðir ættu að endurskoða viðskipti sín við ríki sem beittu efnahagslegum yfirburðum sínum með þvingandi hætti. Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, vakti reiði í Rússlandi þegar hann sagði að Vladimir Pútín Rússlandsforseti væri ekki velkominn á fund G2-ríkjanna á Indónesíu í nóvember en gæti mögulega tekið þátt um fjarfundarbúnað. Forseti Indónesíu mun heimsækja Moskvu á morgun og funda með Pútín. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði í viðtali við NBC að hroðaverk Rússa í Bucha líktust atriðum úr stríðsmynd. Hann sagði þögn hafa ríkt á vettvangi og dauðinn hangið í loftinu. „Og þú skilur að raunveruleikinn er meira ógnvekjandi en nokkur bíómynd.“ Á fundi öyggisráðs Sameinuðu þjóðanna sagði fulltrúi Rússlands að ráðið hefði grafið undan trúverðugleika sínum með því að leyfa Selenskí að biðla þar um meiri vopn til handa Úkraínumönnum.
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Nató, segir stækkun bandalagsins þvert á það sem Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefði viljað. Þá sýndi hún að dyr bandalagsins væru opnar. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu fram eftir degi. Helstu vendingar: Leiðtogar Nató-ríkjanna funda nú í Madríd, þaðan sem tíðinda er að vænta í allan dag. Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins og leiðtogar aðildarríkja Nató segja að ríkin muni á ráðstefnu sinni í Madríd í vikunni skilgreina Rússland sem helstu ógnina við bandalagið. Rússland hefur hingað til verið skilgreint sem „stragedískur samstarfsaðili“. Liz Truss, utanríkisráðherra Breta, sagði í pallborði í morgun að það yrðu stór mistök af hálfu Kínverja ef þeir réðust inn í Taívan. Hún sagði að Bretar og aðrar þjóðir ættu að endurskoða viðskipti sín við ríki sem beittu efnahagslegum yfirburðum sínum með þvingandi hætti. Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, vakti reiði í Rússlandi þegar hann sagði að Vladimir Pútín Rússlandsforseti væri ekki velkominn á fund G2-ríkjanna á Indónesíu í nóvember en gæti mögulega tekið þátt um fjarfundarbúnað. Forseti Indónesíu mun heimsækja Moskvu á morgun og funda með Pútín. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði í viðtali við NBC að hroðaverk Rússa í Bucha líktust atriðum úr stríðsmynd. Hann sagði þögn hafa ríkt á vettvangi og dauðinn hangið í loftinu. „Og þú skilur að raunveruleikinn er meira ógnvekjandi en nokkur bíómynd.“ Á fundi öyggisráðs Sameinuðu þjóðanna sagði fulltrúi Rússlands að ráðið hefði grafið undan trúverðugleika sínum með því að leyfa Selenskí að biðla þar um meiri vopn til handa Úkraínumönnum.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Sjá meira