Vaktin: Myndskeið sýnir árásina á verslunarmiðstöðina Hólmfríður Gísladóttir og Árni Sæberg skrifa 29. júní 2022 08:56 Verslunarmiðstöð í Kremenchuk varð fyrir eldflaug í fyrradag. AP Photo/Efrem Lukatsky Sergei Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, segir aðild Svía og Finna að Atlantshafsbandalaginu skapa óstöðugleika og að í augum stjórnvalda í Rússlandi sé um að ræða neikvæða þróun. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Nató, segir stækkun bandalagsins þvert á það sem Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefði viljað. Þá sýndi hún að dyr bandalagsins væru opnar. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu fram eftir degi. Helstu vendingar: Leiðtogar Nató-ríkjanna funda nú í Madríd, þaðan sem tíðinda er að vænta í allan dag. Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins og leiðtogar aðildarríkja Nató segja að ríkin muni á ráðstefnu sinni í Madríd í vikunni skilgreina Rússland sem helstu ógnina við bandalagið. Rússland hefur hingað til verið skilgreint sem „stragedískur samstarfsaðili“. Liz Truss, utanríkisráðherra Breta, sagði í pallborði í morgun að það yrðu stór mistök af hálfu Kínverja ef þeir réðust inn í Taívan. Hún sagði að Bretar og aðrar þjóðir ættu að endurskoða viðskipti sín við ríki sem beittu efnahagslegum yfirburðum sínum með þvingandi hætti. Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, vakti reiði í Rússlandi þegar hann sagði að Vladimir Pútín Rússlandsforseti væri ekki velkominn á fund G2-ríkjanna á Indónesíu í nóvember en gæti mögulega tekið þátt um fjarfundarbúnað. Forseti Indónesíu mun heimsækja Moskvu á morgun og funda með Pútín. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði í viðtali við NBC að hroðaverk Rússa í Bucha líktust atriðum úr stríðsmynd. Hann sagði þögn hafa ríkt á vettvangi og dauðinn hangið í loftinu. „Og þú skilur að raunveruleikinn er meira ógnvekjandi en nokkur bíómynd.“ Á fundi öyggisráðs Sameinuðu þjóðanna sagði fulltrúi Rússlands að ráðið hefði grafið undan trúverðugleika sínum með því að leyfa Selenskí að biðla þar um meiri vopn til handa Úkraínumönnum.
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Nató, segir stækkun bandalagsins þvert á það sem Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefði viljað. Þá sýndi hún að dyr bandalagsins væru opnar. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu fram eftir degi. Helstu vendingar: Leiðtogar Nató-ríkjanna funda nú í Madríd, þaðan sem tíðinda er að vænta í allan dag. Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins og leiðtogar aðildarríkja Nató segja að ríkin muni á ráðstefnu sinni í Madríd í vikunni skilgreina Rússland sem helstu ógnina við bandalagið. Rússland hefur hingað til verið skilgreint sem „stragedískur samstarfsaðili“. Liz Truss, utanríkisráðherra Breta, sagði í pallborði í morgun að það yrðu stór mistök af hálfu Kínverja ef þeir réðust inn í Taívan. Hún sagði að Bretar og aðrar þjóðir ættu að endurskoða viðskipti sín við ríki sem beittu efnahagslegum yfirburðum sínum með þvingandi hætti. Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, vakti reiði í Rússlandi þegar hann sagði að Vladimir Pútín Rússlandsforseti væri ekki velkominn á fund G2-ríkjanna á Indónesíu í nóvember en gæti mögulega tekið þátt um fjarfundarbúnað. Forseti Indónesíu mun heimsækja Moskvu á morgun og funda með Pútín. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði í viðtali við NBC að hroðaverk Rússa í Bucha líktust atriðum úr stríðsmynd. Hann sagði þögn hafa ríkt á vettvangi og dauðinn hangið í loftinu. „Og þú skilur að raunveruleikinn er meira ógnvekjandi en nokkur bíómynd.“ Á fundi öyggisráðs Sameinuðu þjóðanna sagði fulltrúi Rússlands að ráðið hefði grafið undan trúverðugleika sínum með því að leyfa Selenskí að biðla þar um meiri vopn til handa Úkraínumönnum.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Sjá meira