Innlent

NATO verði enn sterkara með inngöngu Finna og Svía

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Þórdís Kolbrún fagnar inngöngu Svía og Finna innilega.
Þórdís Kolbrún fagnar inngöngu Svía og Finna innilega. Stöð 2/Egill

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, segist ákaflega fegin að hindranir við inngöngu Finna og Svía í NATO hafi verið fjarlægðar. Atlantsahafsbandalagið verði enn sterkara og öruggara með inngöngu ríkjanna tveggja.

Tyrkir samþykktu í kvöld aðildarumsókn Svía og Finna að Atlantshafsbandalaginu en Tyrkir hafa hingað til staðið í vegi fyrir inngöngu Svía vegna tengsla þeirra við Kúrda. Leiðtogafundur NATO hófst formlega í Madríd í dag þar sem meðal annars verður samþykkt að auka umsvif bandalagsins í austur Evrópu.

Þórdís Kolbrún segir daginn sögulegan fyrir NATO á Twitter síðu sinni. Þar deilir hún tísti frá Jens Stoltenberg, framkvæmdarstjóra NATO, sem þakkar leiðtogum ríkjanna þriggja, Tyrklands, Finnlands og Svíþjóðar fyrir að gera inngönguna mögulega. 

Þórdís Kolbrún er viðstödd fundinn ásamt Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra. 

Þórdís hafði áður sagt það óviðeigandi af Tyrkjum að setja ótengd mál á dagskrá vegna umsóknar Svía og Finna að bandalaginu en gerði ráð fyrir að málið yrði leyst.

Síðasta ríki sem gekk NATO á hönd er Norður-Makedónía árið 2020. Með inngöngu Svía og Finna verða ríki innan NATO alls 32 talsins.


Tengdar fréttir

Tyrkir samþykkja aðild Svía og Finna að NATO

Tyrkir hafa samþykkt aðildarumsókn Svía og Finna að Atlantshafsbandalaginu. Einn sögulegasti leiðtogafundur í sögu NATO hófst formlega í Madríd í dag þar sem meðal annars verður samþykkt að auka umsvif bandalagsins í austur Evrópu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.