Erlent

Yfir­gnæfandi meiri­hluti greiddi at­kvæði með NATO-aðild

Atli Ísleifsson skrifar
Forsætisráðherrann Sanna Marin telur að Finnland kunni að verða orðið aðildarríki að NATO þegar á þessu ári.
Forsætisráðherrann Sanna Marin telur að Finnland kunni að verða orðið aðildarríki að NATO þegar á þessu ári. EPA

Yfirgnæfandi meirihluti á finnska þinginu greiddi í hádeginu atkvæði með tillögu um að landið sæki um aðild að NATO.

188 þingmenn greiddu atkvæði með tillögunni, en einungis átta þingmenn gegn að því er segir í frétt YLE. Reiknað er með að forsetinn Sauli Ninistöö muni nú skrifa undir aðildarumsókn Finnlands.

Forsætisráðherrann Sanna Marin segist bjartsýn á að ferlið muni ganga hratt fyrir sig. Hún sagði í gær að hún telji að Finnland kunni að verða orðið aðildarríki þegar á þessu ári. Stuðningur við NATO-aðild Finna jókst mikið eftir innrás Rússa í Úkraínu.

Ann Linde, utanríkisráðherra Svíþjóðar, skrifaði í morgun undir umsókn landsins að NATO.

Tyrknesk stjórnvöld hafa sett sig upp á móti NATO-aðild Svíþjóðar og Finnlands.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.