Óviðeigandi af Tyrkjum að setja ótengd mál á dagskrá Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. maí 2022 11:54 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. vísir/Vilhelm Utanríkisráðherra segir óviðeigandi af Tyrkjum að setja ótengd mál á dagskrá vegna umsóknar Svía og Finna að Atlantshafsbandalaginu. Hún gerir ráð fyrir að málið verði leyst. Stjórnvöld í Tyrklandi segjast ekki munu samþykkja umsóknir Svía og Finna að Atlantshafsbandalaginu vegna tengsla þeirra við Kúrda - sem þau telja hryðjuverkamenn. Öll aðildarríki NATO þurfa að samþykkja stækkun bandalagsins og gætu Tyrkir þannig komið í veg fyrir inngöngu ríkjanna. Öll önnur ríki eru sögð styðja aðildina og freista ráðamenn þess nú að stilla til friðar. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir málið í farvegi innan bandalagsins og samtöl í gangi. „Og ég met það þannig að það séu slíkir hagsmunir undir; öryggis- varnartengdir, pólitískir og annað, að úr þessu leysist.“ Stjórnvöld í Svíþjóð og Finnlandi hafa samþykkt að sækja um aðild að NATO.vísir/getty Íslensk stjórnvöld hyggjast staðfesta samning um inngöngu ríkjanna og utanríkisráðherra gagnrýnir andstöðu Tyrkja. „Mér finnst ekki viðeigandi að setja í raun ótengd mál á dagskrá og láta þau flækjast fyrir þeirri miklu pólitísku samstöðu innan NATO um að bjóða þessi tvö ríki velkomin,“ segir Þórdís Kolbrún. Finnar eiga 1.300 kílómetra landamæri að Rússlandi og Vladímir Pútín Rússlandsforseti sagði í gær að stækkun bandalagsins kalli á möguleg viðbrögð. Utanríkisráðherra segir Svía og Finna eiga algjöran sjálfsákvörðunarrétt um tilhögun sinna varnar- og öryggismála. „Og það að ganga inn í varnarbandalag - sem er ekki árásarbandalag, heldur varnarbandalag sem hefur í hávegum þessi gildi þar sem þessi ríki eru mjög sterk; lýðræði, mannréttindi, réttarríki, einstaklingsfrelsi, það á ekki að stafa nein ógn af því. Hvorki Rússum né neinum öðrum,“ segir Þórdís Kolbrún. Úkraína Svíþjóð Finnland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur NATO Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Stjórnvöld í Tyrklandi segjast ekki munu samþykkja umsóknir Svía og Finna að Atlantshafsbandalaginu vegna tengsla þeirra við Kúrda - sem þau telja hryðjuverkamenn. Öll aðildarríki NATO þurfa að samþykkja stækkun bandalagsins og gætu Tyrkir þannig komið í veg fyrir inngöngu ríkjanna. Öll önnur ríki eru sögð styðja aðildina og freista ráðamenn þess nú að stilla til friðar. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir málið í farvegi innan bandalagsins og samtöl í gangi. „Og ég met það þannig að það séu slíkir hagsmunir undir; öryggis- varnartengdir, pólitískir og annað, að úr þessu leysist.“ Stjórnvöld í Svíþjóð og Finnlandi hafa samþykkt að sækja um aðild að NATO.vísir/getty Íslensk stjórnvöld hyggjast staðfesta samning um inngöngu ríkjanna og utanríkisráðherra gagnrýnir andstöðu Tyrkja. „Mér finnst ekki viðeigandi að setja í raun ótengd mál á dagskrá og láta þau flækjast fyrir þeirri miklu pólitísku samstöðu innan NATO um að bjóða þessi tvö ríki velkomin,“ segir Þórdís Kolbrún. Finnar eiga 1.300 kílómetra landamæri að Rússlandi og Vladímir Pútín Rússlandsforseti sagði í gær að stækkun bandalagsins kalli á möguleg viðbrögð. Utanríkisráðherra segir Svía og Finna eiga algjöran sjálfsákvörðunarrétt um tilhögun sinna varnar- og öryggismála. „Og það að ganga inn í varnarbandalag - sem er ekki árásarbandalag, heldur varnarbandalag sem hefur í hávegum þessi gildi þar sem þessi ríki eru mjög sterk; lýðræði, mannréttindi, réttarríki, einstaklingsfrelsi, það á ekki að stafa nein ógn af því. Hvorki Rússum né neinum öðrum,“ segir Þórdís Kolbrún.
Úkraína Svíþjóð Finnland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur NATO Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira