Starfsmaður skotinn til bana vegna of mikils majónes á samloku Elísabet Hanna skrifar 28. júní 2022 17:01 Getty/ Samkvæmt fregnum vestanhafs var starfsmaður Subway skotinn til bana vegna of mikils majónes á samloku kúnna um helgina. Staðurinn sem um ræðir er staðsettur í Atlanta í Bandaríkjunum. Of mikið majónes „Við fengum viðskiptavin sem kom inn og endaði í svolitlu uppnámi yfir því hvernig samlokan hans var gerð,“ sagði eigandi Subway staðarins og bætti við: „Ótrúlegt en satt var það vegna of mikils majónes á samlokunni.“ Þrjátíu og sex ára gamall karlmaður hefur verið handtekinn fyrir morðið eftir ábendingu til lögreglunnar. Annar starfsmaður staðarins særðist einnig í skotárásinni. Bæði eigandi staðarins og lögreglan á svæðinu hafa gefið út að fimm ára gamall sonur starfsmannsins sem særðist hafi einnig verið á svæðinu en sloppið óhultur. Starfsmennirnir höfðu aðeins starfað á staðnum í tæplega mánuð en voru til fyrirmyndar samkvæmt eigendum staðarins. Byrjaði að skjóta á starfsfólkið Eigandi staðarins segir kúnnan hafa komið á staðinn áður án vandræða en í þetta skiptið hafi rifrildi hafist vegna samlokunnar. Kúnninn tók þá upp handbyssu og byrjaði að skjóta á starfsfólkið en vaktstjóri staðarins byrjaði að skjóta á kúnnan til baka í sjálfsvörn. Starfsmenn staðarins voru í kjölfarið fluttir á spítala þar sem annar þeirra, tuttugu og sex ára gömul kona, var úrskurðuð látin. Lögreglan segir málið vera í rannsókn „Hinn grunaði kom inn á veitingastaðinn, pantaði samloku og það var eitthvað að samlokunni sem olli honum svo miklu uppnámi að hann ákvað að taka reiði sína út á tveimur starfsmönnum hér,“ segir Charles Hampton Jr. sem fer fyrir lögrelgunni í Atlanta. Hann segist einnig vilja hafa fókusinn á byssuofbeldið. „Já, þetta er samloka, en það sem meira er, einstaklingur sem tókst ekki að leysa átök með því að labba bara í burtu eða eiga samtal.“ Hann segir málið vera í rannsókn. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=FKIFcvls-AA">watch on YouTube</a> Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tveir látnir eftir skotárás í pálínuboði eldri borgara Minnst tveir eru látnir og einn alvarlega særður eftir að karlmaður skaut fólk á færi í pálínuboði í úthverfakirkju í Alabama í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Maðurinn hefur verið handtekinn og færður til yfirheyrslu. 17. júní 2022 14:34 Mega ekki setja takmörk á vopnaburð á almannafæri Hæstiréttur Bandaríkjanna ógilti lög sem settu takmarkanir við skotvopnaburði í New York sem þýðir að mun fleiri geta gengið um vopnaðir í stærstu borgum landsins í dag. Dómurinn kemur á sama tíma og Bandaríkjaþing er nálægt því að samþykkja nýjar takmarkanir á skotvopn í fyrsta skipti í áratugi. 23. júní 2022 15:13 Kallar eftir breytingum í kjölfar enn einnar skotárásarinnar Bandaríska ungstirnið Coco Gauff hvetur til þess að íþróttafólk nýti aðstöðu sína í sviðsljósinu til að berjast fyrir mannréttindum og félagslegum breytingum. Hún kallaði eftir breytingum á byssulöggjöf í Bandaríkjunum á Opna franska meistaramótinu í tennis í gær. 3. júní 2022 14:31 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Of mikið majónes „Við fengum viðskiptavin sem kom inn og endaði í svolitlu uppnámi yfir því hvernig samlokan hans var gerð,“ sagði eigandi Subway staðarins og bætti við: „Ótrúlegt en satt var það vegna of mikils majónes á samlokunni.“ Þrjátíu og sex ára gamall karlmaður hefur verið handtekinn fyrir morðið eftir ábendingu til lögreglunnar. Annar starfsmaður staðarins særðist einnig í skotárásinni. Bæði eigandi staðarins og lögreglan á svæðinu hafa gefið út að fimm ára gamall sonur starfsmannsins sem særðist hafi einnig verið á svæðinu en sloppið óhultur. Starfsmennirnir höfðu aðeins starfað á staðnum í tæplega mánuð en voru til fyrirmyndar samkvæmt eigendum staðarins. Byrjaði að skjóta á starfsfólkið Eigandi staðarins segir kúnnan hafa komið á staðinn áður án vandræða en í þetta skiptið hafi rifrildi hafist vegna samlokunnar. Kúnninn tók þá upp handbyssu og byrjaði að skjóta á starfsfólkið en vaktstjóri staðarins byrjaði að skjóta á kúnnan til baka í sjálfsvörn. Starfsmenn staðarins voru í kjölfarið fluttir á spítala þar sem annar þeirra, tuttugu og sex ára gömul kona, var úrskurðuð látin. Lögreglan segir málið vera í rannsókn „Hinn grunaði kom inn á veitingastaðinn, pantaði samloku og það var eitthvað að samlokunni sem olli honum svo miklu uppnámi að hann ákvað að taka reiði sína út á tveimur starfsmönnum hér,“ segir Charles Hampton Jr. sem fer fyrir lögrelgunni í Atlanta. Hann segist einnig vilja hafa fókusinn á byssuofbeldið. „Já, þetta er samloka, en það sem meira er, einstaklingur sem tókst ekki að leysa átök með því að labba bara í burtu eða eiga samtal.“ Hann segir málið vera í rannsókn. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=FKIFcvls-AA">watch on YouTube</a>
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tveir látnir eftir skotárás í pálínuboði eldri borgara Minnst tveir eru látnir og einn alvarlega særður eftir að karlmaður skaut fólk á færi í pálínuboði í úthverfakirkju í Alabama í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Maðurinn hefur verið handtekinn og færður til yfirheyrslu. 17. júní 2022 14:34 Mega ekki setja takmörk á vopnaburð á almannafæri Hæstiréttur Bandaríkjanna ógilti lög sem settu takmarkanir við skotvopnaburði í New York sem þýðir að mun fleiri geta gengið um vopnaðir í stærstu borgum landsins í dag. Dómurinn kemur á sama tíma og Bandaríkjaþing er nálægt því að samþykkja nýjar takmarkanir á skotvopn í fyrsta skipti í áratugi. 23. júní 2022 15:13 Kallar eftir breytingum í kjölfar enn einnar skotárásarinnar Bandaríska ungstirnið Coco Gauff hvetur til þess að íþróttafólk nýti aðstöðu sína í sviðsljósinu til að berjast fyrir mannréttindum og félagslegum breytingum. Hún kallaði eftir breytingum á byssulöggjöf í Bandaríkjunum á Opna franska meistaramótinu í tennis í gær. 3. júní 2022 14:31 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Tveir látnir eftir skotárás í pálínuboði eldri borgara Minnst tveir eru látnir og einn alvarlega særður eftir að karlmaður skaut fólk á færi í pálínuboði í úthverfakirkju í Alabama í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Maðurinn hefur verið handtekinn og færður til yfirheyrslu. 17. júní 2022 14:34
Mega ekki setja takmörk á vopnaburð á almannafæri Hæstiréttur Bandaríkjanna ógilti lög sem settu takmarkanir við skotvopnaburði í New York sem þýðir að mun fleiri geta gengið um vopnaðir í stærstu borgum landsins í dag. Dómurinn kemur á sama tíma og Bandaríkjaþing er nálægt því að samþykkja nýjar takmarkanir á skotvopn í fyrsta skipti í áratugi. 23. júní 2022 15:13
Kallar eftir breytingum í kjölfar enn einnar skotárásarinnar Bandaríska ungstirnið Coco Gauff hvetur til þess að íþróttafólk nýti aðstöðu sína í sviðsljósinu til að berjast fyrir mannréttindum og félagslegum breytingum. Hún kallaði eftir breytingum á byssulöggjöf í Bandaríkjunum á Opna franska meistaramótinu í tennis í gær. 3. júní 2022 14:31