Neitar að láta yfirheyra sig nema lögregla birti upptökuna Kjartan Kjartansson skrifar 26. júní 2022 13:18 Cecilie Lilaas-Skari, aðstoðarlögreglustjóri Oslóar (t.v.), og Borge Enoksen, lögfræðingur hjá lögregluiembættinu, á blaðamannafundi um skotárásina í dag. Vísir/EPA Maðurinn sem er ákærður fyrir hryðjuverk í miðborg Oslóar í fyrrinótt hefur neitað að láta yfirheyra sig nema lögregla birti upptöku af yfirheyrslunni í heild sinni opinberlega. Lögmaður hans segir hann óttast að lögreglan snúi út úr orðum sínum. Norska lögreglan upplýsti á blaðamannafundi í dag að 42 ára gamall karlmaður sem er í haldi vegna skotárásarinnar sem kostaði tvo karlmenn lífið aðfaranótt laugardags hefði enn ekki verið yfirheyrður. Hann er sakaður um morð, tilraun til manndráps og hryðjuverk. Ástæðan er sú að maðurinn neitar að leyfa lögreglu að gera mynd- og hljóðupptöku af yfirheyrslunni nema hún fallist á að birta upptökuna í heild sinni opinberlega. John Christian Elden, lögmaður árásarmannsins, segir lögreglumenn hafi reynt að fá skjólstæðing sinn til að tala um árásina í hálftíma í dag en án árangurs. Hann hefur því ekki tekið afstöðu til sakarefnisins eða sagt nokkuð um hvað honum gekk til. Árásin hófst fyrir utan bar sem er vinsæll á meðal samkynhneigðra, aðeins nokkrum klukkustundum áður en gleðiganga átti að fara fram í borginni. Göngunni var aflýst. Tveir karlmenn, annar á sextugsaldri en hinn á sjötugsaldri, voru skotnir til bana og 21 særðist, þar af tíu alvarlega. Enginn þeirra særðu er þó í lífshættu. Norska ríkisútvarpið NRK hefur sagt frá því að árásarmaðurinn hafi verið í sambandi við þekktan íslamskan öfgamann í Noregi. Sá birti nýlega samfélagsmiðlafærslu þar sem hann hvatti til drápa á samkynhneigðum. Árásarmaðurinn sjálfur er norskur ríkisborgari en kom sem barn frá kúrdíska hluta Írans. Noregur Hinsegin Trúmál Skotárás við London Pub í Osló Tengdar fréttir Var í sambandi við öfgamann sem boðaði dráp á samkynhneigðum Maðurinn sem skaut tvo til bana og særði fleiri fyrir utan hinsegin bar í Osló í fyrrinótt var í sambandi við þekktan íslamskan öfgamann í Noregi. Sá boðaði fyrir skömmu dráp á samkynhneigðum á samfélagsmiðlum. 26. júní 2022 10:02 Telja árásina hryðjuverk íslamista Norska leyniþjónustan PST lítur á skotárás sem kostaði tvö mannslíf í miðborg Oslóar í nótt sem hryðjuverk öfgafulls íslamista. Viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkahættu var hækkað í kjölfar árásarinnar. 25. júní 2022 13:44 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Norska lögreglan upplýsti á blaðamannafundi í dag að 42 ára gamall karlmaður sem er í haldi vegna skotárásarinnar sem kostaði tvo karlmenn lífið aðfaranótt laugardags hefði enn ekki verið yfirheyrður. Hann er sakaður um morð, tilraun til manndráps og hryðjuverk. Ástæðan er sú að maðurinn neitar að leyfa lögreglu að gera mynd- og hljóðupptöku af yfirheyrslunni nema hún fallist á að birta upptökuna í heild sinni opinberlega. John Christian Elden, lögmaður árásarmannsins, segir lögreglumenn hafi reynt að fá skjólstæðing sinn til að tala um árásina í hálftíma í dag en án árangurs. Hann hefur því ekki tekið afstöðu til sakarefnisins eða sagt nokkuð um hvað honum gekk til. Árásin hófst fyrir utan bar sem er vinsæll á meðal samkynhneigðra, aðeins nokkrum klukkustundum áður en gleðiganga átti að fara fram í borginni. Göngunni var aflýst. Tveir karlmenn, annar á sextugsaldri en hinn á sjötugsaldri, voru skotnir til bana og 21 særðist, þar af tíu alvarlega. Enginn þeirra særðu er þó í lífshættu. Norska ríkisútvarpið NRK hefur sagt frá því að árásarmaðurinn hafi verið í sambandi við þekktan íslamskan öfgamann í Noregi. Sá birti nýlega samfélagsmiðlafærslu þar sem hann hvatti til drápa á samkynhneigðum. Árásarmaðurinn sjálfur er norskur ríkisborgari en kom sem barn frá kúrdíska hluta Írans.
Noregur Hinsegin Trúmál Skotárás við London Pub í Osló Tengdar fréttir Var í sambandi við öfgamann sem boðaði dráp á samkynhneigðum Maðurinn sem skaut tvo til bana og særði fleiri fyrir utan hinsegin bar í Osló í fyrrinótt var í sambandi við þekktan íslamskan öfgamann í Noregi. Sá boðaði fyrir skömmu dráp á samkynhneigðum á samfélagsmiðlum. 26. júní 2022 10:02 Telja árásina hryðjuverk íslamista Norska leyniþjónustan PST lítur á skotárás sem kostaði tvö mannslíf í miðborg Oslóar í nótt sem hryðjuverk öfgafulls íslamista. Viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkahættu var hækkað í kjölfar árásarinnar. 25. júní 2022 13:44 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Var í sambandi við öfgamann sem boðaði dráp á samkynhneigðum Maðurinn sem skaut tvo til bana og særði fleiri fyrir utan hinsegin bar í Osló í fyrrinótt var í sambandi við þekktan íslamskan öfgamann í Noregi. Sá boðaði fyrir skömmu dráp á samkynhneigðum á samfélagsmiðlum. 26. júní 2022 10:02
Telja árásina hryðjuverk íslamista Norska leyniþjónustan PST lítur á skotárás sem kostaði tvö mannslíf í miðborg Oslóar í nótt sem hryðjuverk öfgafulls íslamista. Viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkahættu var hækkað í kjölfar árásarinnar. 25. júní 2022 13:44