Enski boltinn

Mike Riley hættir sem yfirmaður dómaramála í enska boltanum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Mike Riley segir skilið við starf sitt sem yfirmaður dómaramála í ensku úrvalsdeildinni.
Mike Riley segir skilið við starf sitt sem yfirmaður dómaramála í ensku úrvalsdeildinni. John Walton - PA Images via Getty Images

Mike Riley mun segja starfi sínu sem yfirmaður dómaramála í ensku úrvalsdeildinni lausu á næsta tímabili.

Riley hefur verið í starfinu síðan árið 2009, en hann tók við af Keith Hackett eftir að hafa sjálfur mundað flautuna í um tuttugu ár.

Stærsta áskorun Riley í starfi sínu sem yfirmaður dómaramála á Englandi var líklega að innleiða myndbandstæknina VAR árið 2019.

Starfi Riley verður skipt í tvennt eftir að hann hættir. Einn verður ráðinn til að sjá um þróun og þjálfun dómara á Englandi og annar sem mun sjá um daglegan rekstur félagsins.

„Ég er stoltur af því framlagi sem dómararnir okkar hafa lagt til atvinnumannaleiksins og hef notið þess að vinna með jafn metnaðargjörnum og fagmannlegum hópi fólks og er innan dómarastéttarinnar,“ sagði Riley eftir að fregnirnar af brotthvarfi hans voru staðfestar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×