Enski boltinn

Nýliðarnir fá nígerískan landsliðsmann fyrir metfé

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Taiwo Awoniyi gengur til liðs við Nottingham Forest frá Union Berlin.
Taiwo Awoniyi gengur til liðs við Nottingham Forest frá Union Berlin. Boris Streubel/Getty Images

Nottingham Forest, nýliðar í ensku úrvalsdeildinni, hafa fengið nígeríska landsliðsmanninn Taiwo Awoniyi til liðs við félagið frá Union Berlin fyrir metfé.

Nottingham Forest greiðir 17 milljónir punda fyrir framherjan sem gerir hann að dýrasta leikmanni í sögu félagsins. Það samsvarar tæplega 2,8 milljörðum íslenskra króna.

Awoniyi skrifar undir fimm ára samning við Nottingham Forest, en hann skorði 20 mörk í 43 leikjum í öllum keppnum fyrir Union Berlin á seinasta tímabili.

Þessi 24 ára framherji hóf atvinnumannaferil sinn hjá Liverpool árið 2015, en lék þó aldrei leik fyrir félagið. Hann var í sex ár á mála hjá þeim rauðklæddu og fór á láni til sjö liða á þeim tíma.

Awoniyi á að baki fjóra leiki fyrir nígeríska landsliðið þar sem hann hefur skorað eitt mark.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×