Í ávarpi sínu til bandarísku þjóðarinnar í dag vegna viðsnúnings Hæstaréttar á þeim réttindum sem konur hlutu vegna niðurstöðu Roe gegn Wade árið 1973, ítrekaði Joe Biden Bandaríkjaforseti rétt kvenna til þess að sækja þungunarrofsþjónustu utan marka eigin ríkis.
Í kjölfar úrskurðarins hafa fyrirtæki eins og Netflix og Disney lofað starfsfólki sínu að greiða fyrir ýmsa læknisþjónustu sem og kostnað vegna þungunarrofs. Þetta kemur fram á vef E News.
Netflix lofar hverjum fastráðnum starfsmanni sínum sjóði sem hefur inneign að andvirði 10.000 Bandaríkjadala ef til þess kemur að starfsmaður þurfi að hljóta krabbameinsmeðferð, þurfi á líffæraígræðslu eða þungunarrofi að halda.