Erlent

Fimm látnir og tugir særðir eftir elds­voða í há­hýsi í Buenos Aires

Atli Ísleifsson skrifar
Eldurinn kom upp í lítilli íbúð í fjórtán hæða húsi í Buenos Aires.
Eldurinn kom upp í lítilli íbúð í fjórtán hæða húsi í Buenos Aires. AP

Fimm eru látnir og 35 slasaðir eftir mikinn eldsvoða í háhýsi í argentínsku Buenos Aires í gær.

AP segir frá því að hin látnu – tvær konur og þrjú börn – séu öll úr sömu fjölskyldunni. Þau voru öll á lífi þegar þeim var bjargað úr byggingunni en létust á leið á sjúkrahús af völdum mikilla brunasára eða reykeitrunar.

Karlmaður í sömu fjölskyldu slasaðist einnig alvarlega og dvelur hann nú á sjúkrahúsi, en í hópi slasaðra er einnig fjöldi lögreglu- og slökkviliðsmanna.

Íbúi í húsinu segir í samtali við La Nacion að það hafi heyrst sprenging áður en eldurinn kom upp. „Við heyrðum í fólki sem hrópaði á hjálp og svo sáum svo mikinn reyk. Ég sá tvö börn sem hölluðu sér fram af svölunum,“ sagði nágranninn í samtali við blaðið.

AP

Eldurinn kom upp snemma á fimmtudagsmorgninum á sjöundu hæð hússins, en að sögn lögreglu á hann að hafa komið upp í lítilli íbúð. Eldurinn leitaði svo upp á áttundu hæð hússins sem er fjórtán hæða.

Saksóknarinn Sebastian Fedullo segir ástæður eldsvoðans líklega vera slys og að ekki hafi verið um saknæmt athæfi að ræða.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.