Íslenski boltinn

Sigurður leysir Sigurvin af hólmi

Sindri Sverrisson skrifar
Agnar Þorláksson og Sigurður Víðisson eiga fyrir höndum verðugt verkefni við að forða KV frá falli aftur niður í 2. deild.
Agnar Þorláksson og Sigurður Víðisson eiga fyrir höndum verðugt verkefni við að forða KV frá falli aftur niður í 2. deild. KV

KV hefur ráðið nýjan þjálfara í stað Sigurvins Ólafssonar eftir að Sigurvin kvaddi félagið til að gerast aðstoðarþjálfari FH.

KV, sem leikur í Lengjudeild karla í fótbolta, tilkynnti í dag að nýr þjálfari liðsins yrði Sigurður Víðisson. Agnar Þorláksson verður aðstoðarþjálfari og munu þeir stýra liði KV út keppnistímabilið. 

Í tilkynningunni segir að báðir þekki þeir vel til Vesturbæjarfélagsins sem vann sig upp úr 2. deild í fyrra en situr nú í fallsæti í Lengjudeildinni, stigi frá næsta örugga sæti. 

Fyrsti leikur KV undir stjórn Sigurðar og Agnars er gegn Vestra á Ísafirði á föstudaginn eftir viku.

Sigurður hefur áður meðal annars þjálfað meistaraflokka kvenna hjá HK/Víkingi, FH og Fjölni og verið aðstoðarþjálfari karlaliðs Breiðabliks sem hann stýrði svo til bráðabirgða í örfáum leikjum í byrjun tímabilsins 2017.


Tengdar fréttir

Sigurvin kveður með jafntefli

Sigurvin Ólafsson, nýráðinn aðstoðarþjálfari FH, stýrði KV í sínum lokaleik með félagið í kvöld gegn Þrótti Vogum. Liðin gerðu 1-1 jafntefli en KV lék manni fleiri síðasta korterið.

Gummi Ben skammar KR-inga: „Þetta er barna­legt“

Sparkspekingurinn Guðmundur Benediktsson er ekki sáttur með sitt fyrrum félag í Vesturbænum en Guðmundur lætur KR-inga heyra það eftir tilkynningu félagsins um starfslok Sigurvins Ólafssonar hjá KR.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×