Nkunku var með heitari framherjum Evrópu á síðustu leiktíð. Alls spilaði hann 50 leiki fyrir Leipzig í öllum keppnum, skoraði 35 mörk og lagði upp 17 til viðbótar.
Þessi 24 ára gamli Frakki var stór ástæða þess að Leipzig náði á endanum 4. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar, vann þýska bikarinn og tryggði sér þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á komandi leiktíð.
Christopher Nkunku has signed a new contract with RB Leipzig until 2026.
— B/R Football (@brfootball) June 23, 2022
The deal contains a $63M release clause for 2023, per multiple reports pic.twitter.com/FB8Mvcjg4c
Þrátt fyrir áhuga Chelsea og Man United hefur Nkunku ákveðið að skrifa undir nýjan samning til ársins 2026. Samkvæmt hinum ýmsu heimildum verður hægt að kaupa hann á næsta ári fyrir 63 milljónir Bandaríkjadala eða átta og hálfan milljarð íslenskra króna.
Það verður forvitnilegt að sjá hvort Man United og Chelsea hafi enn áhuga þá en hvorugt lið hefur látið til sín taka á leikmannamarkaðnum í sumar.