Valur hefur rætt við umboðsmann Frederik Schram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júní 2022 13:31 Frederik Schram í leik með íslenska A-landsliðinu. Vísir/Getty Bestu deildarlið Vals hefur rætt við umboðsmanns markvarðarins Frederik August Albrecht Schram sem er í dag samningsbundinn danska úrvalsdeildarliðinu Lyngby. Frá þessu er greint á vef 433.is. Þar segir að Valur hafi rætt við Michael Mio Nielsen, umboðsmann Schram, en Nielsen sjálfur staðfesti það í samtali við miðilinn. Þá birti 433.is mynd af Schram að ræða við Börk Edvardsson, formann knattspyrnudeildar Vals á dögunum. Það vakti mikla athygli þegar Valur ákvað að losa sig við hinn margreynda Hannes Þór Halldórsson eftir að síðustu leiktíð lauk og sækja Guy Smit sem hafði leikið með Leikni Reykjavík. Hannes Þór lagði í kjölfarið hanskana á hilluna en sótti þá af hillunni á dögunum og samdi tímabundið við Íslands- og bikarmeistara Víkings vegna meiðsla Ingvars Jónssonar. Hannes Þór Halldórsson hefur fengið félagaskipti yfir til Íslands- og bikarmeistara Víkings. Lestu meira hér: https://t.co/mWBLbpfnRs pic.twitter.com/OzbKQPc2zM— Víkingur (@vikingurfc) June 17, 2022 Hinn 27 ára gamli Schram spilaði aðeins einn leik er Lyngby fór upp úr B-deildinni á nýafstaðinni leiktíð í Danmörku. Stóð hann sig með prýði í lokaleik tímabilsins og kom í kjölfarið í frí til Íslands. Þar ræddi hann greinilega við Valsmenn og hver veit nema Schram gæti loks spilað á Íslandi eftir að hafa verið hluti af íslenska A-landsliðinu á sínum tíma. Spilaði hann fimm leiki fyrir Íslands hönd og fór meðal annars með á HM í Rússlandi árið 2018. Umboðsmaður Frederik Schram staðfestir viðræður við Val og fundinn sem fram fór í síðustu viku. Það þarf kannski tvo markverði til að fylla skarð Hannesar á endanum https://t.co/pctL0NKGqC— Hörður S Jónsson (@hoddi23) June 22, 2022 „Hann var á Íslandi vegna fjölskyldu sinnar en hann hitti forráðamenn Vals. Ég veit ekki hvað mun gerast en þetta gæti verið kostur fyrir hann. Hann talaði við Val, ég veit ekki hvað gerist. Við höfum rætt um samning við þá en það er ekkert klár,“ sagði Nielsen í spjalli við 433.is. Samkvæmt vefsíðunni Transfermarkt rennur samningur markvarðarins við Lyngby út þann 30. júní næstkomandi. Degi áður opnar félagaskiptaglugginn á Íslandi á nýjan leik og hver veit nema Valur sæki annan markvörð til að fylla skarðið sem brotthvarf Hannesar Þórs skildi eftir sig. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Valur Besta deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Þar segir að Valur hafi rætt við Michael Mio Nielsen, umboðsmann Schram, en Nielsen sjálfur staðfesti það í samtali við miðilinn. Þá birti 433.is mynd af Schram að ræða við Börk Edvardsson, formann knattspyrnudeildar Vals á dögunum. Það vakti mikla athygli þegar Valur ákvað að losa sig við hinn margreynda Hannes Þór Halldórsson eftir að síðustu leiktíð lauk og sækja Guy Smit sem hafði leikið með Leikni Reykjavík. Hannes Þór lagði í kjölfarið hanskana á hilluna en sótti þá af hillunni á dögunum og samdi tímabundið við Íslands- og bikarmeistara Víkings vegna meiðsla Ingvars Jónssonar. Hannes Þór Halldórsson hefur fengið félagaskipti yfir til Íslands- og bikarmeistara Víkings. Lestu meira hér: https://t.co/mWBLbpfnRs pic.twitter.com/OzbKQPc2zM— Víkingur (@vikingurfc) June 17, 2022 Hinn 27 ára gamli Schram spilaði aðeins einn leik er Lyngby fór upp úr B-deildinni á nýafstaðinni leiktíð í Danmörku. Stóð hann sig með prýði í lokaleik tímabilsins og kom í kjölfarið í frí til Íslands. Þar ræddi hann greinilega við Valsmenn og hver veit nema Schram gæti loks spilað á Íslandi eftir að hafa verið hluti af íslenska A-landsliðinu á sínum tíma. Spilaði hann fimm leiki fyrir Íslands hönd og fór meðal annars með á HM í Rússlandi árið 2018. Umboðsmaður Frederik Schram staðfestir viðræður við Val og fundinn sem fram fór í síðustu viku. Það þarf kannski tvo markverði til að fylla skarð Hannesar á endanum https://t.co/pctL0NKGqC— Hörður S Jónsson (@hoddi23) June 22, 2022 „Hann var á Íslandi vegna fjölskyldu sinnar en hann hitti forráðamenn Vals. Ég veit ekki hvað mun gerast en þetta gæti verið kostur fyrir hann. Hann talaði við Val, ég veit ekki hvað gerist. Við höfum rætt um samning við þá en það er ekkert klár,“ sagði Nielsen í spjalli við 433.is. Samkvæmt vefsíðunni Transfermarkt rennur samningur markvarðarins við Lyngby út þann 30. júní næstkomandi. Degi áður opnar félagaskiptaglugginn á Íslandi á nýjan leik og hver veit nema Valur sæki annan markvörð til að fylla skarðið sem brotthvarf Hannesar Þórs skildi eftir sig. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Valur Besta deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn