Erlent

Verk­föll lama lestar­sam­göngur í Bret­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Sérstaklega fjölmennt hefur verið á strætóstoppistöðvum í London í morgun vegna verkfallsins, líkt og á Liverpool Street Station í miðborg London.
Sérstaklega fjölmennt hefur verið á strætóstoppistöðvum í London í morgun vegna verkfallsins, líkt og á Liverpool Street Station í miðborg London. AP

Lestarsamgöngur lömuðust í Bretlandi í morgun þegar allt að 40 þúsund starfsmenn lögðu niður störf í umfangsmestu verkfallsaðgerðum lestarstarfsmanna í landinu í heil þrjátíu ár. Verkfallið hefur áhrif á ferðir milljóna farþega.

Starfsmennirnir hafa krafist betri kjara, en samningaviðræður sigldu í strand í gær. Verkfallið mun sömuleiðis hafa áhrif á ferðir neðanjarðarlestakerfisins í höfuðborginni London.

Breskir fjölmiðlar segja frá því að um fjörutíu þúsund ræstingarmenn, tæknimenn og starfsmenn lestarsöðva hafi ráðist í verkfallsaðgerðirnar sem munu standa í dag, á fimmtudag og laugardag. Vegna vinnustöðvunarinnar er reiknað með að lestarsamgöngur í landinu muni að mestu liggja niðri þessa daga.

Talsmenn stéttarfélagsins Rail, Maritime and Transport Union segja að nýjasta tilboð viðsemjenda sinna hafi verið að fullu óásættanlegt og vísa þeir til þess að framfærslukostnaður fólks hafi hækkað í Bretlandi líkt og annars staðar í álfunni og því sé nauðsynlegt að hækka laun.

Í frétt Guardian segir að alls muni um 4.500 lestir ganga í dag, en vanalega eru þær um 20 þúsund.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.