Frakkar hafi kosið gegn breyttum eftirlaunaaldri Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 20. júní 2022 11:40 Hlöðver Skúli er í meistaranámi í París. aðsend/ap Erfitt gæti reynst að mynda starfhæfan meirihluta á franska þinginu eftir kosningar í gær. Slæmt gengi miðjuflokka forsetans er að mati stjórnmálafræðings áfellisdómur yfir helsta stefnumáli hans um að hækka eftirlaunaaldur í Frakklandi. Bandalag miðjuflokka Emmanuel Macron Frakklandsforseta bauð afhroð í kosningunum í gær og missti rúmlega hundrað þingmenn, fær 245 af 577 og nær ekki að halda hreinum meirihluta sínum. Því þurfa miðjuflokkarnir að ná samkomulagi við annan flokk til að mynda meirihluta. Repúblikanar í oddastöðu Hinu sameinaða vinstri gekk vel og er næststærsta aflið á þinginu með 131 þingmann. Jean-Luc Mélenchon er leiðtogi hins sameinaða vinstris í Frakklandi.AP „Og hafa þeir til dæmis gert kröfu um forsætisráðherrastólinn. En það verður þó að vera ólíklegt að Macron leiti þangað. Leiðtogi þeirra Jean-Luc Mélenchon er talinn heldur róttækur fyrir miðju-hægri pólitík Macron. Og það liggur því beinast við að leita til repúblikana sem eru hefðbundinn hægri flokkur,“ segir Hlöðver Skúli Hákonarson, íslenskur mastersnemi í Evrópumálum sem er búsettur í París. Og þá vandast málin. Þó repúblikanar standi miðjubandalagi Macron líklega næst þegar stefnumál flokka eru borin saman hefur andað köldu á milli þeirra síðustu ár. „Og það er kannski líka það að formaður repúblikana er búinn að gefa það út að hann vilji vera í stjórnarandstöðu. En það eru víst einhverjar deilur í flokknum hvað það varðar þannig að það gæti breyst,“ segir Hlöðver Skúli. Hann kveðst hafa fundið fyrir andstöðu í Frakklandi við helsta stefnumál Macron um að hækka eftirlaunaaldurinn úr 62 árum í 65 ár. „Ef maður lítur til dæmis á niðurstöðu vinstri flokkanna sem fengu 131 þingmann, helsta stefnumál þeirra hefur verið að lækka eftirlaunaaldurinn niður í 60,“ segir Hlöðver Skúli. „Almenningur er klárlega að kalla eftir því og vill ekki hreyfa til við þessum eftirlaunaaldri eins og hann er.“ Le Pen vinnur sögulegan sigur Loks má nefna óvæntan uppgang hægriflokks Marine Le Pen sem meira en tífaldaði fylgi sitt; var með sjö þingmenn en fær nú 89. Marine Le Pen bar lægri hlut fyrir Macron í forsetakosningunum fyrr í ár en margir hafa bent á að hennar helsta markmið þar hafi verið að byggja upp fylgi sitt fyrir þingkosningarnar. Það virðist hafa tekist vel. ap „Það bjóst enginn við því að flokkur Le Pen myndi ná hátt í 90 þingmönnum. Það er í raun bara alveg sjokkerandi,“ segir Hlöðver Skúli. Franska samfélagið sé orðið pólaríseraðra á síðustu árum. „Já. Það hefur náttúrulega alltaf verið þannig að Frakkar mótmæla mikið en mér finnst það hafa færst í aukana síðastliðin ár.“ Kosningar í Frakklandi Frakkland Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Bandalag miðjuflokka Emmanuel Macron Frakklandsforseta bauð afhroð í kosningunum í gær og missti rúmlega hundrað þingmenn, fær 245 af 577 og nær ekki að halda hreinum meirihluta sínum. Því þurfa miðjuflokkarnir að ná samkomulagi við annan flokk til að mynda meirihluta. Repúblikanar í oddastöðu Hinu sameinaða vinstri gekk vel og er næststærsta aflið á þinginu með 131 þingmann. Jean-Luc Mélenchon er leiðtogi hins sameinaða vinstris í Frakklandi.AP „Og hafa þeir til dæmis gert kröfu um forsætisráðherrastólinn. En það verður þó að vera ólíklegt að Macron leiti þangað. Leiðtogi þeirra Jean-Luc Mélenchon er talinn heldur róttækur fyrir miðju-hægri pólitík Macron. Og það liggur því beinast við að leita til repúblikana sem eru hefðbundinn hægri flokkur,“ segir Hlöðver Skúli Hákonarson, íslenskur mastersnemi í Evrópumálum sem er búsettur í París. Og þá vandast málin. Þó repúblikanar standi miðjubandalagi Macron líklega næst þegar stefnumál flokka eru borin saman hefur andað köldu á milli þeirra síðustu ár. „Og það er kannski líka það að formaður repúblikana er búinn að gefa það út að hann vilji vera í stjórnarandstöðu. En það eru víst einhverjar deilur í flokknum hvað það varðar þannig að það gæti breyst,“ segir Hlöðver Skúli. Hann kveðst hafa fundið fyrir andstöðu í Frakklandi við helsta stefnumál Macron um að hækka eftirlaunaaldurinn úr 62 árum í 65 ár. „Ef maður lítur til dæmis á niðurstöðu vinstri flokkanna sem fengu 131 þingmann, helsta stefnumál þeirra hefur verið að lækka eftirlaunaaldurinn niður í 60,“ segir Hlöðver Skúli. „Almenningur er klárlega að kalla eftir því og vill ekki hreyfa til við þessum eftirlaunaaldri eins og hann er.“ Le Pen vinnur sögulegan sigur Loks má nefna óvæntan uppgang hægriflokks Marine Le Pen sem meira en tífaldaði fylgi sitt; var með sjö þingmenn en fær nú 89. Marine Le Pen bar lægri hlut fyrir Macron í forsetakosningunum fyrr í ár en margir hafa bent á að hennar helsta markmið þar hafi verið að byggja upp fylgi sitt fyrir þingkosningarnar. Það virðist hafa tekist vel. ap „Það bjóst enginn við því að flokkur Le Pen myndi ná hátt í 90 þingmönnum. Það er í raun bara alveg sjokkerandi,“ segir Hlöðver Skúli. Franska samfélagið sé orðið pólaríseraðra á síðustu árum. „Já. Það hefur náttúrulega alltaf verið þannig að Frakkar mótmæla mikið en mér finnst það hafa færst í aukana síðastliðin ár.“
Kosningar í Frakklandi Frakkland Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira