Erlent

Meirihlutinn í Frakklandi kolfallinn

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Flokkur Le Pen vinnur mikinn sigur samkvæmt nýjustu tölum á meðan meirihluti Macron fellur.
Flokkur Le Pen vinnur mikinn sigur samkvæmt nýjustu tölum á meðan meirihluti Macron fellur. Vísir/Getty

Meirihluti Ensemble, flokks Emmanuels Macron, er kolfallinn samkvæmt fyrstu tölum úr seinni umferð frönsku þingkosninganna. Flokkurinn missir um þriðjung fylgis og er langt frá þeim 289 sætum sem þarf til að ná meirihluta. Hægriflokkur Le Pen vinnur sögulegan sigur og vinstribandalag Mélenchon uppsker ríkulega.

Aðeins um 46% Frakka mættu á kjörstað í dag, sem er næstversta kjörsókn frá árinu 1958. Haldist endanleg úrslit á svipuðum nótum og þessar fyrstu tölur er ljóst að meirihluti miðjubandalags Macron missir um þriðjung fylgis frá síðustu kosningum og er kolfallinn.

 Líklegt þykir að Macron muni leita til hægriflokksins Les Républicains til að uppfylla kosningaloforð sín um lægri skatta og hærri eftirlaunaaldur.

Hægri og vinstri uppskera á kostnað miðjunnar

Allt lítur út fyrir að Rassemblement, róttækur hægriflokkur Marine le Pen, vinni sögulegan sigur í seinni umferð frönsku þingkosninganna sem fram fór í dag. Flokknum er spáð um 80 sætum samkvæmt fyrstu tölum, margfalt meira en þeir sjö þingmenn sem flokkurinn fékk 2017. 

Verði það svo fær flokkurin í fyrsta skipti meira en 15 sæti, þann fjölda sem þarf til að mynda þingflokk á þinginu, síðan 1986 þegar hann fékk 35 sæti undir stjórn Jean-Marie Le Pen, föður Marine Le Pen.

Hið róttæka vinstribandalag NUPES, myndað úr flokkum sósíalista, græningja og jafnaðarmann, undir forystu Jean-Luc Mélenchon, er spáð á bilinu 150 til 200 sætum sem er mikið betri kosning en vinstrimenn fengu fyrir fimm árum.


Tengdar fréttir

Mikið í húfi fyrir Macron þing­kosningunum í dag

Frakkar ganga að kjörborðinu í dag þegar seinni umferð frönsku þingkosninganna fer fram, viku eftir að sókn vinstri bandalags Jean-Luc Mélenchon ógnaði óvænt meirihluta Macron í neðri þingdeildinni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.