Mögnuð tölfræði markvarðarins Murphy Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. júní 2022 17:31 Samantha Leshnak Murphy hefur verið hreint út sagt mögnuð í sumar. Keflavík Samantha Murphy er heldur betur betri en engin. Markvörðurinn hefur verið hreint út sagt mögnuð í marki Keflavíkur í Bestu deild kvenna á leiktíðinni. Keflavík gerði mögulega fjárfestingu ársins er liðið samdi við Murphy um að leika milli stanganna á Suðurnesjunum (og víðar) í sumar. Þegar Besta deild kvenna er hálfnuð er Keflavík í 7. sæti með 10 stig. Liðið hefur fengið á sig 13 mörk en þau ættu að vera mun fleiri ef rýnt er í tölfræði liðsins. Á einhvern ótrúlegan hátt vann Keflavík 1-0 sigur á Stjörnunni þó svo að öll tölfræði hafi bent til þess að Stjarnan hafi átt að vinna. Ef rýnt er í xG (vænt mörk) tölfræðina þá hefði Stjarnan átt að skora að lágmarki fjögur mörk í leiknum á meðan það var hreint út sagt kraftaverk að Keflavík hafi skorað. Skýrslan@KeflavikFC - @FCStjarnan pic.twitter.com/1PbQzwsVyp— Besta deildin (@bestadeildin) June 16, 2022 Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, fréttaritari á Fótbolti.net, birti enn magnaðri tölfræði á Twitter-síðu sinni. Þar kemur í ljós að Murphy ber einfaldlega höfuð og herðar yfir aðra markverði deildarinnar þegar kemur að því að halda knettinum út úr markinu. Ef marka má tölfræði Guðmundar Aðalsteins þá ætti Murphy – og Keflavík – að vera búin að fá á sig 10 mörk meira í sumar. Keflavík ætti því að vera búið að fá á sig 23 mörk en ekki 13. Ef miðað er við 'prevented goals' tölfræðina þá er augljóst hver hefur verið markvörðurinn í Bestu-kvenna í sumar Tölurnar eru í raun ótrúlegar 1 Samantha Murphy (Keflavík) - 10,462 Sandra Sigurðar (Valur) - 3,643 Telma Ívars (Breiðablik) - 3,31 pic.twitter.com/dEhLJ4tWMh— Guðmundur Ásgeirsson (@gummi_aa) June 16, 2022 Sama tölfræði segir að Sandra Sigurðardóttir (Valur) ætti að vera búin að fá á sig tæplega fjórum mörkum meira og Telma Ívarsdóttir (Breiðablik) rúmlega þremur mörkum meira. Þær tvær eru báðar í landsliðshópi Íslands fyrir Evrópumótið sem hefst í næsta mánuði. Það verður að hrósa Keflavík fyrir að landa þessum frábæra markverði en það má búast við að hún verði gríðarlega eftirsótt eftir að tímabilinu lýkur. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira
Keflavík gerði mögulega fjárfestingu ársins er liðið samdi við Murphy um að leika milli stanganna á Suðurnesjunum (og víðar) í sumar. Þegar Besta deild kvenna er hálfnuð er Keflavík í 7. sæti með 10 stig. Liðið hefur fengið á sig 13 mörk en þau ættu að vera mun fleiri ef rýnt er í tölfræði liðsins. Á einhvern ótrúlegan hátt vann Keflavík 1-0 sigur á Stjörnunni þó svo að öll tölfræði hafi bent til þess að Stjarnan hafi átt að vinna. Ef rýnt er í xG (vænt mörk) tölfræðina þá hefði Stjarnan átt að skora að lágmarki fjögur mörk í leiknum á meðan það var hreint út sagt kraftaverk að Keflavík hafi skorað. Skýrslan@KeflavikFC - @FCStjarnan pic.twitter.com/1PbQzwsVyp— Besta deildin (@bestadeildin) June 16, 2022 Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, fréttaritari á Fótbolti.net, birti enn magnaðri tölfræði á Twitter-síðu sinni. Þar kemur í ljós að Murphy ber einfaldlega höfuð og herðar yfir aðra markverði deildarinnar þegar kemur að því að halda knettinum út úr markinu. Ef marka má tölfræði Guðmundar Aðalsteins þá ætti Murphy – og Keflavík – að vera búin að fá á sig 10 mörk meira í sumar. Keflavík ætti því að vera búið að fá á sig 23 mörk en ekki 13. Ef miðað er við 'prevented goals' tölfræðina þá er augljóst hver hefur verið markvörðurinn í Bestu-kvenna í sumar Tölurnar eru í raun ótrúlegar 1 Samantha Murphy (Keflavík) - 10,462 Sandra Sigurðar (Valur) - 3,643 Telma Ívars (Breiðablik) - 3,31 pic.twitter.com/dEhLJ4tWMh— Guðmundur Ásgeirsson (@gummi_aa) June 16, 2022 Sama tölfræði segir að Sandra Sigurðardóttir (Valur) ætti að vera búin að fá á sig tæplega fjórum mörkum meira og Telma Ívarsdóttir (Breiðablik) rúmlega þremur mörkum meira. Þær tvær eru báðar í landsliðshópi Íslands fyrir Evrópumótið sem hefst í næsta mánuði. Það verður að hrósa Keflavík fyrir að landa þessum frábæra markverði en það má búast við að hún verði gríðarlega eftirsótt eftir að tímabilinu lýkur. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira