Hraðasta hlýnun á jörðinni yfir Norður-Barentshafi Kjartan Kjartansson skrifar 15. júní 2022 22:12 Frá Svalbarða þar sem hlýnar einna mest á jörðinni þessa stundina. Vísir/Getty Norður-Barentshaf og eyjarnar þess eru sá staður á jörðinni þar sem loftslag hlýnar hraðast svo vitað sé samkvæmt rannsóknum norrænna veðurfræðinga. Hlýnunin þar er allt að sjöfalt hraðari en annars staðar á jörðinni. Þegar var vitað að norðurskautið hlýnar um þrisvar sinnum hraðar en jörðin að meðaltali. Rannsókn veðurfræðinganna leiddi í ljós að hlýnunin getur verið enn öfgafyllri á einstökum stöðum en menn töldu. Meðalárshiti yfir Norður-Barentshafi hækkar þannig nú um allt að 2,7 gráður á áratug. Meðalhlýnun jarðar á þessari öld hefur verið um 0,32 gráður á áratug. Á haustin er hlýnunin enn hraðari á norðurslóðunum, allt að fjórar gráður á áratug. „Við bjuggumst við því að sjá mikla hlýnun en ekki af þeirri stærðargráðu sem við fundum,“ segir Ketil Isaksen frá norsku veðurstofunni við breska blaðið The Guardian. Rannsókn Isaksen og félaga hans byggðist á gögnum frá sjálfvirkum veðurstöðvum á Svalbarða og á Frans Jósefslandi. Gögnin frá þeim höfðu ekki áður farið í gegnum gæðaeftirlit eða verið birt opinberlega. Niðurstaðan var að Norður-Barentshafssvæðið hafi hlýnað tvisvar til tvisvar og hálfu sinni hraðar en aðrir hlutar norðurskautsins og fimm- til sjöfalt hraðar en heimsmeðaltalið. „Þessi rannsókn sýnir að jafnvel bestu mögulegu líkönin hafa vanmetið hraða hlýnunar í Barentshafi,“ segir Ruth Mottram frá dönsku veðurstofunni sem tók ekki þátt í rannsókninni. Aðstæður í Barentshafi líkist nú meir Norður-Atlantshafi en Norður-Íshafinu. Ólíklegt sé að hafís þrauki þar mikið lengur. Sterk fylgni reyndist á milli bráðnunar hafíss og loft- og sjávarhita í rannsókninni. Isaksen segir að hlýnunin hafi mikil áhrif á vistkerfi á norðurskautinu. Þá séu mögulega tengsl á milli hraðrar hlýnunar á norðurskautinni og veðuröfga sunnan heimskautsins. Vísindamenn telja að hnattræn hlýnun vegar stórfelldrar losunar manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti, gæti náð 2°C um miðja öldina og allt að 3,3°C til 5,7°C fyrir lok hennar verði lítið gert til að hefta losun. Loftslagsmál Norðurslóðir Vísindi Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Erlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira
Þegar var vitað að norðurskautið hlýnar um þrisvar sinnum hraðar en jörðin að meðaltali. Rannsókn veðurfræðinganna leiddi í ljós að hlýnunin getur verið enn öfgafyllri á einstökum stöðum en menn töldu. Meðalárshiti yfir Norður-Barentshafi hækkar þannig nú um allt að 2,7 gráður á áratug. Meðalhlýnun jarðar á þessari öld hefur verið um 0,32 gráður á áratug. Á haustin er hlýnunin enn hraðari á norðurslóðunum, allt að fjórar gráður á áratug. „Við bjuggumst við því að sjá mikla hlýnun en ekki af þeirri stærðargráðu sem við fundum,“ segir Ketil Isaksen frá norsku veðurstofunni við breska blaðið The Guardian. Rannsókn Isaksen og félaga hans byggðist á gögnum frá sjálfvirkum veðurstöðvum á Svalbarða og á Frans Jósefslandi. Gögnin frá þeim höfðu ekki áður farið í gegnum gæðaeftirlit eða verið birt opinberlega. Niðurstaðan var að Norður-Barentshafssvæðið hafi hlýnað tvisvar til tvisvar og hálfu sinni hraðar en aðrir hlutar norðurskautsins og fimm- til sjöfalt hraðar en heimsmeðaltalið. „Þessi rannsókn sýnir að jafnvel bestu mögulegu líkönin hafa vanmetið hraða hlýnunar í Barentshafi,“ segir Ruth Mottram frá dönsku veðurstofunni sem tók ekki þátt í rannsókninni. Aðstæður í Barentshafi líkist nú meir Norður-Atlantshafi en Norður-Íshafinu. Ólíklegt sé að hafís þrauki þar mikið lengur. Sterk fylgni reyndist á milli bráðnunar hafíss og loft- og sjávarhita í rannsókninni. Isaksen segir að hlýnunin hafi mikil áhrif á vistkerfi á norðurskautinu. Þá séu mögulega tengsl á milli hraðrar hlýnunar á norðurskautinni og veðuröfga sunnan heimskautsins. Vísindamenn telja að hnattræn hlýnun vegar stórfelldrar losunar manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti, gæti náð 2°C um miðja öldina og allt að 3,3°C til 5,7°C fyrir lok hennar verði lítið gert til að hefta losun.
Loftslagsmál Norðurslóðir Vísindi Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Erlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira