Hraðasta hlýnun á jörðinni yfir Norður-Barentshafi Kjartan Kjartansson skrifar 15. júní 2022 22:12 Frá Svalbarða þar sem hlýnar einna mest á jörðinni þessa stundina. Vísir/Getty Norður-Barentshaf og eyjarnar þess eru sá staður á jörðinni þar sem loftslag hlýnar hraðast svo vitað sé samkvæmt rannsóknum norrænna veðurfræðinga. Hlýnunin þar er allt að sjöfalt hraðari en annars staðar á jörðinni. Þegar var vitað að norðurskautið hlýnar um þrisvar sinnum hraðar en jörðin að meðaltali. Rannsókn veðurfræðinganna leiddi í ljós að hlýnunin getur verið enn öfgafyllri á einstökum stöðum en menn töldu. Meðalárshiti yfir Norður-Barentshafi hækkar þannig nú um allt að 2,7 gráður á áratug. Meðalhlýnun jarðar á þessari öld hefur verið um 0,32 gráður á áratug. Á haustin er hlýnunin enn hraðari á norðurslóðunum, allt að fjórar gráður á áratug. „Við bjuggumst við því að sjá mikla hlýnun en ekki af þeirri stærðargráðu sem við fundum,“ segir Ketil Isaksen frá norsku veðurstofunni við breska blaðið The Guardian. Rannsókn Isaksen og félaga hans byggðist á gögnum frá sjálfvirkum veðurstöðvum á Svalbarða og á Frans Jósefslandi. Gögnin frá þeim höfðu ekki áður farið í gegnum gæðaeftirlit eða verið birt opinberlega. Niðurstaðan var að Norður-Barentshafssvæðið hafi hlýnað tvisvar til tvisvar og hálfu sinni hraðar en aðrir hlutar norðurskautsins og fimm- til sjöfalt hraðar en heimsmeðaltalið. „Þessi rannsókn sýnir að jafnvel bestu mögulegu líkönin hafa vanmetið hraða hlýnunar í Barentshafi,“ segir Ruth Mottram frá dönsku veðurstofunni sem tók ekki þátt í rannsókninni. Aðstæður í Barentshafi líkist nú meir Norður-Atlantshafi en Norður-Íshafinu. Ólíklegt sé að hafís þrauki þar mikið lengur. Sterk fylgni reyndist á milli bráðnunar hafíss og loft- og sjávarhita í rannsókninni. Isaksen segir að hlýnunin hafi mikil áhrif á vistkerfi á norðurskautinu. Þá séu mögulega tengsl á milli hraðrar hlýnunar á norðurskautinni og veðuröfga sunnan heimskautsins. Vísindamenn telja að hnattræn hlýnun vegar stórfelldrar losunar manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti, gæti náð 2°C um miðja öldina og allt að 3,3°C til 5,7°C fyrir lok hennar verði lítið gert til að hefta losun. Loftslagsmál Norðurslóðir Vísindi Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Fleiri fréttir Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Sjá meira
Þegar var vitað að norðurskautið hlýnar um þrisvar sinnum hraðar en jörðin að meðaltali. Rannsókn veðurfræðinganna leiddi í ljós að hlýnunin getur verið enn öfgafyllri á einstökum stöðum en menn töldu. Meðalárshiti yfir Norður-Barentshafi hækkar þannig nú um allt að 2,7 gráður á áratug. Meðalhlýnun jarðar á þessari öld hefur verið um 0,32 gráður á áratug. Á haustin er hlýnunin enn hraðari á norðurslóðunum, allt að fjórar gráður á áratug. „Við bjuggumst við því að sjá mikla hlýnun en ekki af þeirri stærðargráðu sem við fundum,“ segir Ketil Isaksen frá norsku veðurstofunni við breska blaðið The Guardian. Rannsókn Isaksen og félaga hans byggðist á gögnum frá sjálfvirkum veðurstöðvum á Svalbarða og á Frans Jósefslandi. Gögnin frá þeim höfðu ekki áður farið í gegnum gæðaeftirlit eða verið birt opinberlega. Niðurstaðan var að Norður-Barentshafssvæðið hafi hlýnað tvisvar til tvisvar og hálfu sinni hraðar en aðrir hlutar norðurskautsins og fimm- til sjöfalt hraðar en heimsmeðaltalið. „Þessi rannsókn sýnir að jafnvel bestu mögulegu líkönin hafa vanmetið hraða hlýnunar í Barentshafi,“ segir Ruth Mottram frá dönsku veðurstofunni sem tók ekki þátt í rannsókninni. Aðstæður í Barentshafi líkist nú meir Norður-Atlantshafi en Norður-Íshafinu. Ólíklegt sé að hafís þrauki þar mikið lengur. Sterk fylgni reyndist á milli bráðnunar hafíss og loft- og sjávarhita í rannsókninni. Isaksen segir að hlýnunin hafi mikil áhrif á vistkerfi á norðurskautinu. Þá séu mögulega tengsl á milli hraðrar hlýnunar á norðurskautinni og veðuröfga sunnan heimskautsins. Vísindamenn telja að hnattræn hlýnun vegar stórfelldrar losunar manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti, gæti náð 2°C um miðja öldina og allt að 3,3°C til 5,7°C fyrir lok hennar verði lítið gert til að hefta losun.
Loftslagsmál Norðurslóðir Vísindi Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Fleiri fréttir Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Sjá meira