Erlent

Skima milljónir eftir hóp­smit á skemmti­stað

Bjarki Sigurðsson skrifar
Íbúar í Chaoyang eru um þrjár og hálf milljón talsins og þurfa allir að vera skimaðir.
Íbúar í Chaoyang eru um þrjár og hálf milljón talsins og þurfa allir að vera skimaðir. AP/Andy Wong

Allir íbúar Chaoyang-hverfisins í Peking verða skimaðir eftir að Covid-19 hópsmit kom upp á skemmtistað í hverfinu. Íbúar hverfisins eru rúmlega þrjár milljónir talsins.

Heilbrigðisyfirvöld í Peking hafa rekið 166 smit til skemmtistaðarins Heaven Supermarket í Chaoyang síðan á fimmtudaginn. Til þess að sporna gegn því að fleiri smitist verða meðal annars allir íbúar skimaðir, kennsla fer fram á netinu og veitingastaðir lokaðir.

Þeir sem ekki mæta í skimun verða merktir sem svo í smáforriti í síma sínum og mega þannig ekki fara inn á svæði þar sem almenningur er.

Samkvæmt fréttaveitu Reuters voru sett upp stór járnhlið í kringum tvö íbúðarhúsnæði í Chaoyang eftir að þar hafði greinst eitt smit. Starfsfólk í sóttvarnargöllum fór inn í byggingarnar til að sótthreinsa og nú er öryggisgæsla við innganga þeirra.

Vinnumenn setja upp skýli líkt og notað var við íbúðarhúsnæðin.AP/Andy Wong

Kínverjar vilja útrýma veirunni alveg og því engir sénsar teknir. Margar borgir hafa þurft að þola miklar takmarkanir vegna örfárra smita.

Íbúar Sjanghæ-borgar eru tiltölulega nýbúnir að fá frelsi sitt aftur eftir tveggja mánaða útgöngubann en tilkynntu á laugardaginn að allir 25 milljónir íbúar borgarinnar þyrftu að láta skima sig eftir að tæplega þrjátíu smit greindust í borginni.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.