Southampton og Man United í sérflokki þegar kom að því að spila táningum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. júní 2022 08:30 Armando Broja og Tino Livramento hófu síðasta tímabil ensku úrvalsdeildarinnar sem táningar. Sá síðarnefndi er enn aðeins 19 ára gamall. Robin Jones/Getty Images Á síðustu leiktíð var Southampton eina félag ensku úrvalsdeildarinnar sem spilaði leikmönnum yngri en tvítugt í samtals meira en 2000 mínútur. Á sama tíma fengu engir leikmenn undir tvítugt tækifæri hjá Chelsea, Burnley, Leicester City og Newcastle United. Íþróttamiðillinn The Athletic hefur tekið saman hvaða félög í ensku úrvalsdeildinni spiluðu táningum - það er leikmönnum undir tvítugt - hvað mest á liðnu tímabili. Southampton er algjörlega í sérflokki með 2222 mínútur samtals. Að vissu leyti getur Southampton þakkað Chelsea fyrir þessar 2222 mínútur þar sem þær koma aðallega frá tveimur leikmönnum og hvorugur er uppalinn hjá félaginu. Hinn 19 ára gamli Tino Livramento var keyptur frá Chelsea fyrir tímabilið og endaði á að spila stóra rulla í hægri bakverði liðsins. Hann meiddist illa undir lok tímabils en hafði fram að því spilað nær alla leiki liðsins. Þá kom Armando Broja á láni frá Chelsea en hann náði að spila þónokkrar mínútur áður en hann varð tvítugur þann 10. september á síðasta ári. Í öðru sæti listans er Manchester United með alls 1527 mínútur. Mason Greenwood hóf tímabilið sem lykilmaður liðsins en eftir að í ljós kom að hann hafði beitt þáverandi kærustu sían bæði andlegu og líkamlegu ofbeldi var hann settur til hliðar. Litlar sem engar líkur er á því að hann spili aftur fyrir félagið. Hinn sænski Anthony Elanga fékk þá óvænt tækifæri og spilað töluvert magn af leikjum á síðari hluta tímabilsins. Ásamt honum fengu táningarnir Hannibal Mejbri, Shola Shoretire og Alejandro Garnacho mínútur hér og þar. Hér má sjá listann sem The Athletic tók saman.The Athletic Líkt og má sjá á myndinni hér að ofan þá var Norwich City í 3. sæti listans á meðan Liverpool væri mögulega hærra ef ekki hefði verið fyrir meiðsli Harvey Elliott. Manchester City er í 10. sæti, Arsenal sæti neðar og Tottenham Hotspur í 16. sæit með aðeins þrjár mínútur alls. Þá fengu táningar aldrei tækifæri með Burnley, Chelsea, Leicester City og Newcastle United á síðustu leiktíð. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Sjá meira
Íþróttamiðillinn The Athletic hefur tekið saman hvaða félög í ensku úrvalsdeildinni spiluðu táningum - það er leikmönnum undir tvítugt - hvað mest á liðnu tímabili. Southampton er algjörlega í sérflokki með 2222 mínútur samtals. Að vissu leyti getur Southampton þakkað Chelsea fyrir þessar 2222 mínútur þar sem þær koma aðallega frá tveimur leikmönnum og hvorugur er uppalinn hjá félaginu. Hinn 19 ára gamli Tino Livramento var keyptur frá Chelsea fyrir tímabilið og endaði á að spila stóra rulla í hægri bakverði liðsins. Hann meiddist illa undir lok tímabils en hafði fram að því spilað nær alla leiki liðsins. Þá kom Armando Broja á láni frá Chelsea en hann náði að spila þónokkrar mínútur áður en hann varð tvítugur þann 10. september á síðasta ári. Í öðru sæti listans er Manchester United með alls 1527 mínútur. Mason Greenwood hóf tímabilið sem lykilmaður liðsins en eftir að í ljós kom að hann hafði beitt þáverandi kærustu sían bæði andlegu og líkamlegu ofbeldi var hann settur til hliðar. Litlar sem engar líkur er á því að hann spili aftur fyrir félagið. Hinn sænski Anthony Elanga fékk þá óvænt tækifæri og spilað töluvert magn af leikjum á síðari hluta tímabilsins. Ásamt honum fengu táningarnir Hannibal Mejbri, Shola Shoretire og Alejandro Garnacho mínútur hér og þar. Hér má sjá listann sem The Athletic tók saman.The Athletic Líkt og má sjá á myndinni hér að ofan þá var Norwich City í 3. sæti listans á meðan Liverpool væri mögulega hærra ef ekki hefði verið fyrir meiðsli Harvey Elliott. Manchester City er í 10. sæti, Arsenal sæti neðar og Tottenham Hotspur í 16. sæit með aðeins þrjár mínútur alls. Þá fengu táningar aldrei tækifæri með Burnley, Chelsea, Leicester City og Newcastle United á síðustu leiktíð.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Sjá meira