Íslenski boltinn

Tindastóll vann endurkomusigur í Víkinni | FH og Grindavík unnu stórt

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Tindastóll vann góðan sigur gegn Víkingum í kvöld.
Tindastóll vann góðan sigur gegn Víkingum í kvöld. VÍSIR/SIGURBJÖRN ANDRI ÓSKARSSON

Þrír leikir voru á dagskrá í Lengjudeild kvenna í fótbolta í kvöld. Tindastóll vann 1-2 sigur gegn Víkingum eftir að hafa lent undir snemma leiks, Grindavík vann 0-3 sigur gegn Fjölni og FH vann afar öruggan 0-5 sigur gegn Augnabliki.

Hulda Ösp Ágústsdóttir kom Víkingum yfir strax á 12. mínútu gegn Tindastól á Víkingsvellinum í kvöld, en Hannah Jane Cade og  Hugrún Pálsdóttir snéru taflinu við fyrir gestina frá Sauðárkróki.

Tindastóll er nú með 12 stig í þriðja sæti deildarinnar eftir fimm leiki, þremur stigum meira en Víkingur sem situr sæti neðar.

Þá unnu FH-ingar afar sannfærandi 0-5 útisigur gegn Augnabliki þar sem Shaina Faiena Ashouri kom Hafnfirðingum yfir strax á þriðju mínútu áður en elín Björg Norðfjörð Símonardóttir bætti tveimur mörkum við fyrir hálfleikshléið.

Það voru svo mörk frá Telmu Hjaltalín Þrastardóttur og Berglindi Freyju Hlynsdóttur í síðari hálfleik sem gulltryggði FH-ingum sigurinn.

FH trónir á toppi Lengjudeildarinnar með 13 stig eftir fimm leiki, en Augnablik situr í áttunda sæti deildarinnar með aðeins þrjú stig.

Að lokum unnu Grindvíkingar 0-3 útisigur gegn Fjölni þar sem Mimi Eiden skoraði öll þrjú mörk gestanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×