Vaktin: Fórna landsvæði fyrir tíma Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason og Magnús Jochum Pálsson skrifa 2. júní 2022 06:33 Rússar hafa töluverða yfirburði gegn Úkraínumönnum þegar kemur að stórskotaliði. Stríðið í Austur-Úkraínu er orðið einskonar stórskotaliðs-einvígi. Getty/Leon Klein Vólódímir Selenskí Úkraínuforseti segir að Rússar stjórni um fimmtungi Úkraínu. Hart er barist víða um landið en langmest í austurhluta þess. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í dag. Helstu vendingar: Hersveitir Úkraínu standa frammi fyrir þungum bardögum í Austur-Úkraínu á meðan Úkraínumenn bíða frekari vopnasendinga frá Vesturlöndum. Vonast er til þess að vopnin geti hjálpað Úkraínumönnum á öðlast betri stöðu gegn Rússum. Í ræðu sem Vólódímir Selenskí, forseti Úkraínu, hélt fyrir þjóðþing Lúxemborgar fyrr í dag lýsti hann því yfir að Rússar hafi nú lagt undir sig 20% af landsvæði Úkraínu. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir vopnasendingar Bandaríkjamanna til Úkraínu auka líkurnar á að þriðja ríkið dragist inn í átökin. Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, sakar Bandaríkin um að „hella olíu á eldinn“. Rússar hafa gert árás á lestarsamgöngur nærri Lviv, sem hafa verið notaðar til að flytja vopn frá bandamönnum og aðrir birgðir á átakasvæðin í landinu. BBC hefur rætt við íbúa í Kherson sem segjast hafa verið pyntaðir af Rússum. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Nató, mun á næstu dögum boða fulltrúa Tyrklands, Svíþjóðar og Finnlands á fund í Brussel til að ræða andstöðu Tyrkja gegn aðildarumsóknum Svía og Finna. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í dag. Helstu vendingar: Hersveitir Úkraínu standa frammi fyrir þungum bardögum í Austur-Úkraínu á meðan Úkraínumenn bíða frekari vopnasendinga frá Vesturlöndum. Vonast er til þess að vopnin geti hjálpað Úkraínumönnum á öðlast betri stöðu gegn Rússum. Í ræðu sem Vólódímir Selenskí, forseti Úkraínu, hélt fyrir þjóðþing Lúxemborgar fyrr í dag lýsti hann því yfir að Rússar hafi nú lagt undir sig 20% af landsvæði Úkraínu. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir vopnasendingar Bandaríkjamanna til Úkraínu auka líkurnar á að þriðja ríkið dragist inn í átökin. Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, sakar Bandaríkin um að „hella olíu á eldinn“. Rússar hafa gert árás á lestarsamgöngur nærri Lviv, sem hafa verið notaðar til að flytja vopn frá bandamönnum og aðrir birgðir á átakasvæðin í landinu. BBC hefur rætt við íbúa í Kherson sem segjast hafa verið pyntaðir af Rússum. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Nató, mun á næstu dögum boða fulltrúa Tyrklands, Svíþjóðar og Finnlands á fund í Brussel til að ræða andstöðu Tyrkja gegn aðildarumsóknum Svía og Finna. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Sjá meira