Vaktin: Fórna landsvæði fyrir tíma Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason og Magnús Jochum Pálsson skrifa 2. júní 2022 06:33 Rússar hafa töluverða yfirburði gegn Úkraínumönnum þegar kemur að stórskotaliði. Stríðið í Austur-Úkraínu er orðið einskonar stórskotaliðs-einvígi. Getty/Leon Klein Vólódímir Selenskí Úkraínuforseti segir að Rússar stjórni um fimmtungi Úkraínu. Hart er barist víða um landið en langmest í austurhluta þess. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í dag. Helstu vendingar: Hersveitir Úkraínu standa frammi fyrir þungum bardögum í Austur-Úkraínu á meðan Úkraínumenn bíða frekari vopnasendinga frá Vesturlöndum. Vonast er til þess að vopnin geti hjálpað Úkraínumönnum á öðlast betri stöðu gegn Rússum. Í ræðu sem Vólódímir Selenskí, forseti Úkraínu, hélt fyrir þjóðþing Lúxemborgar fyrr í dag lýsti hann því yfir að Rússar hafi nú lagt undir sig 20% af landsvæði Úkraínu. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir vopnasendingar Bandaríkjamanna til Úkraínu auka líkurnar á að þriðja ríkið dragist inn í átökin. Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, sakar Bandaríkin um að „hella olíu á eldinn“. Rússar hafa gert árás á lestarsamgöngur nærri Lviv, sem hafa verið notaðar til að flytja vopn frá bandamönnum og aðrir birgðir á átakasvæðin í landinu. BBC hefur rætt við íbúa í Kherson sem segjast hafa verið pyntaðir af Rússum. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Nató, mun á næstu dögum boða fulltrúa Tyrklands, Svíþjóðar og Finnlands á fund í Brussel til að ræða andstöðu Tyrkja gegn aðildarumsóknum Svía og Finna. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í dag. Helstu vendingar: Hersveitir Úkraínu standa frammi fyrir þungum bardögum í Austur-Úkraínu á meðan Úkraínumenn bíða frekari vopnasendinga frá Vesturlöndum. Vonast er til þess að vopnin geti hjálpað Úkraínumönnum á öðlast betri stöðu gegn Rússum. Í ræðu sem Vólódímir Selenskí, forseti Úkraínu, hélt fyrir þjóðþing Lúxemborgar fyrr í dag lýsti hann því yfir að Rússar hafi nú lagt undir sig 20% af landsvæði Úkraínu. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir vopnasendingar Bandaríkjamanna til Úkraínu auka líkurnar á að þriðja ríkið dragist inn í átökin. Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, sakar Bandaríkin um að „hella olíu á eldinn“. Rússar hafa gert árás á lestarsamgöngur nærri Lviv, sem hafa verið notaðar til að flytja vopn frá bandamönnum og aðrir birgðir á átakasvæðin í landinu. BBC hefur rætt við íbúa í Kherson sem segjast hafa verið pyntaðir af Rússum. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Nató, mun á næstu dögum boða fulltrúa Tyrklands, Svíþjóðar og Finnlands á fund í Brussel til að ræða andstöðu Tyrkja gegn aðildarumsóknum Svía og Finna. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Sjá meira