Vaktin: Segja Úkraínumenn hafa lofað að skjóta ekki á skotmörk í Rússlandi Hólmfríður Gísladóttir, Tryggvi Páll Tryggvason og Samúel Karl Ólason skrifa 1. júní 2022 07:30 Gray Eagle drónarnir gætu gert Úkraínumönnum kleift að gera árásir á skotmörk hvar sem er í Úkraínu. General Atomics Bandaríkjamenn munu verða við óskum Úkraínumanna og senda þeim háþróuð og langdræg eldflaugakerfi en aðeins eldflaugar með miðlungs drægi. Joe Biden Bandaríkjaforseti segist vilja styðja við Úkraínu án þess að stigmagna átökin. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Bandarískir embættismenn segjast hafa fengið loforð frá Úkraínumönnum um að vopnin verði ekki notuð gegn skotmörkum í Rússlandi. Í grein í New York Times sagði Biden ekkert benda til þess að Rússar hygðust nota kjarnorkuvopn en kjarnorkuvopnatengdar æfingar standa hins vegar yfir um þessar mundir norðaustur af Mosvku. Rússar eru taldir hafa náð stórum hluta borgarinnar Severodonetsk á sitt vald. Meðal sveita Rússa í borginni eru bardagamenn frá Téténíu. Fall borgarinnar hefði táknræna þýðingu, þar sem hún er höfuðborg Luhansk-héraðs. Danir ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu í dag um það hvort landsmenn vilja falla frá undanþágum sem Danmörk hefur notið gagnvart sameiginlegum skuldbindingum ESB-ríkjanna í varnarmálum. Stjórnvöld hafa hvatt þjóðina til að segja Já. Afríkubandalagið hefur varað við katastrófískum afleiðingum þess að Rússar heimili ekki matvælaflutninga frá Úkraínu. Yfirvöld í Úkraínu óttast um fræbanka landsins í Kharkív, þar sem Rússar hafa staðið fyrir linnulausum árásum. Í bankanum eru geymd erfðasýni næstum 2.000 korntegunda. Úkraínska þingið segir að minnsta kosti 689 börn hafa látist eða særst í átökunum í landinu. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Bandarískir embættismenn segjast hafa fengið loforð frá Úkraínumönnum um að vopnin verði ekki notuð gegn skotmörkum í Rússlandi. Í grein í New York Times sagði Biden ekkert benda til þess að Rússar hygðust nota kjarnorkuvopn en kjarnorkuvopnatengdar æfingar standa hins vegar yfir um þessar mundir norðaustur af Mosvku. Rússar eru taldir hafa náð stórum hluta borgarinnar Severodonetsk á sitt vald. Meðal sveita Rússa í borginni eru bardagamenn frá Téténíu. Fall borgarinnar hefði táknræna þýðingu, þar sem hún er höfuðborg Luhansk-héraðs. Danir ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu í dag um það hvort landsmenn vilja falla frá undanþágum sem Danmörk hefur notið gagnvart sameiginlegum skuldbindingum ESB-ríkjanna í varnarmálum. Stjórnvöld hafa hvatt þjóðina til að segja Já. Afríkubandalagið hefur varað við katastrófískum afleiðingum þess að Rússar heimili ekki matvælaflutninga frá Úkraínu. Yfirvöld í Úkraínu óttast um fræbanka landsins í Kharkív, þar sem Rússar hafa staðið fyrir linnulausum árásum. Í bankanum eru geymd erfðasýni næstum 2.000 korntegunda. Úkraínska þingið segir að minnsta kosti 689 börn hafa látist eða særst í átökunum í landinu. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Innlent Áslaug Arna boðar til fundar Innlent Meiriháttar líkamsárás í miðbænum Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Innlent Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Lífið Fleiri fréttir Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Sjá meira