Vaktin: Segja Úkraínumenn hafa lofað að skjóta ekki á skotmörk í Rússlandi Hólmfríður Gísladóttir, Tryggvi Páll Tryggvason og Samúel Karl Ólason skrifa 1. júní 2022 07:30 Gray Eagle drónarnir gætu gert Úkraínumönnum kleift að gera árásir á skotmörk hvar sem er í Úkraínu. General Atomics Bandaríkjamenn munu verða við óskum Úkraínumanna og senda þeim háþróuð og langdræg eldflaugakerfi en aðeins eldflaugar með miðlungs drægi. Joe Biden Bandaríkjaforseti segist vilja styðja við Úkraínu án þess að stigmagna átökin. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Bandarískir embættismenn segjast hafa fengið loforð frá Úkraínumönnum um að vopnin verði ekki notuð gegn skotmörkum í Rússlandi. Í grein í New York Times sagði Biden ekkert benda til þess að Rússar hygðust nota kjarnorkuvopn en kjarnorkuvopnatengdar æfingar standa hins vegar yfir um þessar mundir norðaustur af Mosvku. Rússar eru taldir hafa náð stórum hluta borgarinnar Severodonetsk á sitt vald. Meðal sveita Rússa í borginni eru bardagamenn frá Téténíu. Fall borgarinnar hefði táknræna þýðingu, þar sem hún er höfuðborg Luhansk-héraðs. Danir ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu í dag um það hvort landsmenn vilja falla frá undanþágum sem Danmörk hefur notið gagnvart sameiginlegum skuldbindingum ESB-ríkjanna í varnarmálum. Stjórnvöld hafa hvatt þjóðina til að segja Já. Afríkubandalagið hefur varað við katastrófískum afleiðingum þess að Rússar heimili ekki matvælaflutninga frá Úkraínu. Yfirvöld í Úkraínu óttast um fræbanka landsins í Kharkív, þar sem Rússar hafa staðið fyrir linnulausum árásum. Í bankanum eru geymd erfðasýni næstum 2.000 korntegunda. Úkraínska þingið segir að minnsta kosti 689 börn hafa látist eða særst í átökunum í landinu. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Bandarískir embættismenn segjast hafa fengið loforð frá Úkraínumönnum um að vopnin verði ekki notuð gegn skotmörkum í Rússlandi. Í grein í New York Times sagði Biden ekkert benda til þess að Rússar hygðust nota kjarnorkuvopn en kjarnorkuvopnatengdar æfingar standa hins vegar yfir um þessar mundir norðaustur af Mosvku. Rússar eru taldir hafa náð stórum hluta borgarinnar Severodonetsk á sitt vald. Meðal sveita Rússa í borginni eru bardagamenn frá Téténíu. Fall borgarinnar hefði táknræna þýðingu, þar sem hún er höfuðborg Luhansk-héraðs. Danir ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu í dag um það hvort landsmenn vilja falla frá undanþágum sem Danmörk hefur notið gagnvart sameiginlegum skuldbindingum ESB-ríkjanna í varnarmálum. Stjórnvöld hafa hvatt þjóðina til að segja Já. Afríkubandalagið hefur varað við katastrófískum afleiðingum þess að Rússar heimili ekki matvælaflutninga frá Úkraínu. Yfirvöld í Úkraínu óttast um fræbanka landsins í Kharkív, þar sem Rússar hafa staðið fyrir linnulausum árásum. Í bankanum eru geymd erfðasýni næstum 2.000 korntegunda. Úkraínska þingið segir að minnsta kosti 689 börn hafa látist eða særst í átökunum í landinu. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Sjá meira