Langar biðraðir á flugvöllum um alla Evrópu Bjarki Sigurðsson skrifar 1. júní 2022 14:10 Fólk hefur þurft að bíða í löngum biðröðum á flugvöllum um alla Evrópu. Getty/Mr Cole Ferðasumarið er hafið og langar biðraðir hafa myndast á flugvöllum um alla Evrópu. Kerfisbilanir og skortur á starfsfólki spila inn í það, ásamt mikilli aukningu á ferðamönnum eftir tvö sumur í röð með heimsfaraldri. Flugvellir í Frakklandi, Þýskalandi, Svíþjóð, Danmörku, Hollandi og Bretlandi hafa allir greint frá löngum biðröðum hjá sér seinustu daga. Í Frakklandi bilaði tölvukerfi á bæði Charles de Gaulle og Orly-flugvöllunum og urðu því miklar tafir á brottförum og komum farþegaflugs. Tölvukerfið sem um ræðir er notað af landamæraeftirlitinu þar í landi og gátu farþegar ekki komist í gegnum eftirlitið. Í Hamburg í Þýskalandi var öllum flugum seinkað og mátti enginn fara inn á eða út af flugvellinum í smá tíma. Samkvæmt þýska dagblaðinu Bild var flugvellinum lokað vegna lögreglurannsóknar en ekki er vitað hvers vegna það þurfti að loka honum. @bpol_nord pic.twitter.com/Uda55OBF9j— Hamburg Airport (@HamburgAirport) June 1, 2022 Á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam þurftu farþegar að bíða í löngum biðröðum þar sem ekki hafði náðst að ráða nægilega marga starfsmenn til að starfa í öryggisleit flugvallarins. Arlanda-flugvöllurinn í Stokkhólmi glímir við sama vandamál. Verst er ástandið í Bretlandi þar sem flugfélög hafa þurft að aflýsa fjölda ferða og ríkja miklar deilur meðal ráðamanna og flugvallarstarfsmanna um hver beri ábyrgð á því. Ráðamenn vilja meina að flugvellirnir hafi ekki ráðið nægilega margt starfsfólk á flugvöllinn og að ferðaskrifstofur hafi selt fleiri flugsæti en eru í boði. Yfirmenn á flugvöllum segja að tafirnar megi rekja til aukinna réttinda sem starfsmenn þurfa að hafa til að mega starfa við öryggishlið vallanna. Fréttir af flugi Þýskaland Frakkland Danmörk Svíþjóð Bretland Holland Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Sjá meira
Flugvellir í Frakklandi, Þýskalandi, Svíþjóð, Danmörku, Hollandi og Bretlandi hafa allir greint frá löngum biðröðum hjá sér seinustu daga. Í Frakklandi bilaði tölvukerfi á bæði Charles de Gaulle og Orly-flugvöllunum og urðu því miklar tafir á brottförum og komum farþegaflugs. Tölvukerfið sem um ræðir er notað af landamæraeftirlitinu þar í landi og gátu farþegar ekki komist í gegnum eftirlitið. Í Hamburg í Þýskalandi var öllum flugum seinkað og mátti enginn fara inn á eða út af flugvellinum í smá tíma. Samkvæmt þýska dagblaðinu Bild var flugvellinum lokað vegna lögreglurannsóknar en ekki er vitað hvers vegna það þurfti að loka honum. @bpol_nord pic.twitter.com/Uda55OBF9j— Hamburg Airport (@HamburgAirport) June 1, 2022 Á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam þurftu farþegar að bíða í löngum biðröðum þar sem ekki hafði náðst að ráða nægilega marga starfsmenn til að starfa í öryggisleit flugvallarins. Arlanda-flugvöllurinn í Stokkhólmi glímir við sama vandamál. Verst er ástandið í Bretlandi þar sem flugfélög hafa þurft að aflýsa fjölda ferða og ríkja miklar deilur meðal ráðamanna og flugvallarstarfsmanna um hver beri ábyrgð á því. Ráðamenn vilja meina að flugvellirnir hafi ekki ráðið nægilega margt starfsfólk á flugvöllinn og að ferðaskrifstofur hafi selt fleiri flugsæti en eru í boði. Yfirmenn á flugvöllum segja að tafirnar megi rekja til aukinna réttinda sem starfsmenn þurfa að hafa til að mega starfa við öryggishlið vallanna.
Fréttir af flugi Þýskaland Frakkland Danmörk Svíþjóð Bretland Holland Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Sjá meira