Enski boltinn

Fyrr­verandi leik­maður Liver­pool segir Thiago einn þann of­metnasta í Evrópu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Thiago gaf 70 sendingar á samherja sína í leik Liverpool og Real Madríd í úrsitaleik Meistaradeildar Evrópu.
Thiago gaf 70 sendingar á samherja sína í leik Liverpool og Real Madríd í úrsitaleik Meistaradeildar Evrópu. EPA-EFE/FRIEDEMANN VOGEL

Dietmar Hamann, fyrrverandi miðvallarleikmaður enska knattspyrnuliðsins Liverpool, hefur ekki mikið álit á spænska miðjumanninum Thiago Alcântara.

Þjóðverjinn Hamann gekk í raðir Liverpool frá Bayern München - líkt og Thiago gerði síðar - árið 1999. Var hann í Bítlaborginni til 2006 og var meðal annars stór ástæða þess að Liverpool vann Meistaradeild Evrópu vorið 2005.

Alls lyfti Hamann níu bikurum með Liverpool en hann hafði áður unnið fimm með Bayern, meðal annars þýsku úrvalsdeildina. Þá spilaði hann 59 leiki fyrir þýska landsliðið og var hluti af silfurliði Þjóðverja sumarið 2002.

Eins og sönnum Þjóðverja sæmir þá liggur Hamann ekki á skoðunum sínum og segir þær hreint út. Þessi fyrrum landsliðsmaður Þýskalands er greinilega ekki mjög hrifinn af hinum 31 árs gamla Thiago Alcântara.

„Ég skil ekki umtalið um Thiago. Fyrir mér er hann einn ofmetnasti leikmaður í evrópskum fótbolta,“ sagði Hamann í viðtali við Sky í Þýskalandi.

Líkt og Hamann þá kom Thiago til Liverpool frá Bayern. Hann kostaði alls 25 milljónir punda enda verið mikið meiddur í gegnum tíðina. Stuðningsfólk Liverpool er flest allt á bandi Thiago og finnst hrein unun að horfa á hann spila fótbolta þó hann hvorki skori né leggi upp.

Það er hins vegar ljóst að Hamann – sem var meiri jarðýta heldur en ballettdansari á velli – er ekki sömu skoðunar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.