Fótbolti

Niðurfelling máls Arons og Eggerts kærð

Sindri Sverrisson skrifar
Aron Einar Gunnarsson og Eggert Gunnþór Jónsson voru nýbyrjaðir að spila fyrir A-landslið karla árið 2010.
Aron Einar Gunnarsson og Eggert Gunnþór Jónsson voru nýbyrjaðir að spila fyrir A-landslið karla árið 2010. Vísir

Konan sem kærði Aron Einar Gunnarsson og Eggert Gunnþór Jónsson fyrir hópnauðgun í Kaupmannahöfn sumarið 2010 hefur kært ákvörðun héraðssaksóknara um að fella málið niður.

Þetta staðfesti Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, við Vísi.

Fyrir tveimur vikum kom í ljós að héraðssaksóknari hefði fellt málið niður en frá þeim tíma að mál er fellt niður gefast fjórar vikur til að kæra niðurstöðuna til ríkissaksóknara, sem nú hefur verið gert.

Aron Einar var ekki valinn í íslenska landsliðshópinn í dag fyrir komandi landsleiki í júní og sagði Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari það vera vegna nýsamþykktrar viðbragðsáætlunar stjórnar KSÍ varðandi meint alvarleg brot starfsmanna KSÍ eða landsliðsmanna.

Samkvæmt viðbragðsáætluninni, sem samþykkt var á mánudag, skulu landsliðsmenn stíga til hliðar þegar mál þeirra eru til meðferðar hjá rannsóknar- eða ákæruvaldi, eða hjá samskiptaráðgjafa.

Eggert Gunnþór fór í stutt hlé sem leikmaður FH eftir gagnrýni á FH-inga í kjölfar þess að Eggert spilaði fyrsta leik í Bestu deildinni í apríl þrátt fyrir að niðurstaða lægi ekki fyrir í málinu. Hann sneri aftur til starfa um leið og niðurstaða héraðssaksóknara lá fyrir.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.