Herða öryggisgæslu við skóla eftir skotárásina í Texas Kjartan Kjartansson skrifar 29. maí 2022 15:42 Lögregluborði í kringum Robb-grunnskólann í Uvalde þar sem nítján börn og tveir kennarar voru myrtir í síðustu viku. AP/Jae C. Hong Skólayfirvöld um öll Bandaríkin hafa hert öryggisgæslu eftir fjöldamorðið í grunnskólanum í Uvalde í Texas í síðustu viku af ótta við hermikrákur. Streita er sögð veruleg á meðal kennara og nemenda víða um landið. Nítján nemendur á aldrinum níu til ellefu ára og tveir kennarar á fimmtugsaldri voru myrtir þegar ungur maður hóf skothríð með árásarriflli í Robb-grunnskólanum í Uvalde í Texas á þriðjudag. Síðan þá hafa skólar í mörgum ríkjum fjölga öryggisvörðum og lögreglumönnum og takmarkað komur gestkomandi, að sögn AP-fréttastofunnar. Í El Paso í Texas, þar sem byssumaður drap 23 manns í rasískri skotárás árið 2019, hefur lögreglulið fjölgað eftirlitsferðum í öllum 85 skólum sem heyra undir skólaumdæmið. Lögreglumenn hafa verið færðir úr umferðareftirliti og öðrum verkefnum til þess að gæta skólanna. Þá hefur öryggismyndavélum verið fjölgað. Strangari kröfur eru gerðar til gesta. Í ríkjum eins og Connecticut, New York og Michigan hafa skólar aukið sýnileika lögreglu í kjölfar fjöldamorðsins. Í Buffalo, þar sem vopnaður rasisti skaut tíu manns til bana í stórverslun 14. maí, þurfa foreldrar, systkini og birgjar að hringja á undan sér til að fá leyfi til að koma inn í skóla, án nokkurra undantekninga. Allar dyr verði læstar. Sýnileiki lögreglu minni frekar á hættuna Aukin öryggisgæsla lætur þó ekki öllum líða betur. Jake Green frá Los Alamos í Nýju-Mexíkó, segist hafa verið sleginn þegar hann sá óeinkennisklædda lögreglumenn í fyrsta skipti þegar hann gekk með dóttur sína í skólann á föstudagsmorgun. Hann ólst sjálfur up í Colorado nærri Columbine-framhaldsskólanum þar sem tveir vopnaðir nemendur skutu tólf samnemendur og kennara til bana árið 1999. „Á vissan hátt líður mér ekkert öruggari með lögregluna hér. Að sjá lögregluna lætur það virkilega virka eins og versti möguleikinn væri enn líklegri til að eiga sér stað í dag,“ segir hann. Nokkur fjöldi tilkynninga hefur borist um að sést hafi til skotvopna á skólalóðum víðsvegar um landið og eru kennarar og nemendur sagðir stressaðir vegna þess. Öllu var skellt í lás í tveimur skólum á Seattle-svæðinu í Washington-ríki vegna slíkra tilkynninga. Eina sem fannst var loftbyssa. Í Denver voru tveir handteknir þegar framhaldsskóla var lokað á fimmtudag. Lögreglumenn fundu málningarbyssu en engin önnur skotvopn. Tímar voru felldir niður í skólanum þrátt fyrir það. Skotárás í grunnskóla í Uvalde Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Nafgreina börnin og kennarana sem voru myrtir í Uvalde: „Ég missti hluta af hjarta mínu“ Börnin nítján og kennararnir tveir sem voru myrtir í skotárás í Robb-grunnskólanum í Texas í síðustu viku hafa nú verið nafngreindir. Yngsta barnið var níu ára gamalt en það elsta ellefu ára. 29. maí 2022 10:38 Tilvist illsku réttlæti ekki takmarkanir á byssueign Fyrrverandi forseti Bandaríkjanna sagði á samkomu hagsmunasamtaka skotvopnaeigenda í gær að harmleikurinn í Uvalde í vikunni eigi ekki að verða til þess að skotvopn verði tekin af löghlýðnum borgurum. 28. maí 2022 08:56 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira
Nítján nemendur á aldrinum níu til ellefu ára og tveir kennarar á fimmtugsaldri voru myrtir þegar ungur maður hóf skothríð með árásarriflli í Robb-grunnskólanum í Uvalde í Texas á þriðjudag. Síðan þá hafa skólar í mörgum ríkjum fjölga öryggisvörðum og lögreglumönnum og takmarkað komur gestkomandi, að sögn AP-fréttastofunnar. Í El Paso í Texas, þar sem byssumaður drap 23 manns í rasískri skotárás árið 2019, hefur lögreglulið fjölgað eftirlitsferðum í öllum 85 skólum sem heyra undir skólaumdæmið. Lögreglumenn hafa verið færðir úr umferðareftirliti og öðrum verkefnum til þess að gæta skólanna. Þá hefur öryggismyndavélum verið fjölgað. Strangari kröfur eru gerðar til gesta. Í ríkjum eins og Connecticut, New York og Michigan hafa skólar aukið sýnileika lögreglu í kjölfar fjöldamorðsins. Í Buffalo, þar sem vopnaður rasisti skaut tíu manns til bana í stórverslun 14. maí, þurfa foreldrar, systkini og birgjar að hringja á undan sér til að fá leyfi til að koma inn í skóla, án nokkurra undantekninga. Allar dyr verði læstar. Sýnileiki lögreglu minni frekar á hættuna Aukin öryggisgæsla lætur þó ekki öllum líða betur. Jake Green frá Los Alamos í Nýju-Mexíkó, segist hafa verið sleginn þegar hann sá óeinkennisklædda lögreglumenn í fyrsta skipti þegar hann gekk með dóttur sína í skólann á föstudagsmorgun. Hann ólst sjálfur up í Colorado nærri Columbine-framhaldsskólanum þar sem tveir vopnaðir nemendur skutu tólf samnemendur og kennara til bana árið 1999. „Á vissan hátt líður mér ekkert öruggari með lögregluna hér. Að sjá lögregluna lætur það virkilega virka eins og versti möguleikinn væri enn líklegri til að eiga sér stað í dag,“ segir hann. Nokkur fjöldi tilkynninga hefur borist um að sést hafi til skotvopna á skólalóðum víðsvegar um landið og eru kennarar og nemendur sagðir stressaðir vegna þess. Öllu var skellt í lás í tveimur skólum á Seattle-svæðinu í Washington-ríki vegna slíkra tilkynninga. Eina sem fannst var loftbyssa. Í Denver voru tveir handteknir þegar framhaldsskóla var lokað á fimmtudag. Lögreglumenn fundu málningarbyssu en engin önnur skotvopn. Tímar voru felldir niður í skólanum þrátt fyrir það.
Skotárás í grunnskóla í Uvalde Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Nafgreina börnin og kennarana sem voru myrtir í Uvalde: „Ég missti hluta af hjarta mínu“ Börnin nítján og kennararnir tveir sem voru myrtir í skotárás í Robb-grunnskólanum í Texas í síðustu viku hafa nú verið nafngreindir. Yngsta barnið var níu ára gamalt en það elsta ellefu ára. 29. maí 2022 10:38 Tilvist illsku réttlæti ekki takmarkanir á byssueign Fyrrverandi forseti Bandaríkjanna sagði á samkomu hagsmunasamtaka skotvopnaeigenda í gær að harmleikurinn í Uvalde í vikunni eigi ekki að verða til þess að skotvopn verði tekin af löghlýðnum borgurum. 28. maí 2022 08:56 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira
Nafgreina börnin og kennarana sem voru myrtir í Uvalde: „Ég missti hluta af hjarta mínu“ Börnin nítján og kennararnir tveir sem voru myrtir í skotárás í Robb-grunnskólanum í Texas í síðustu viku hafa nú verið nafngreindir. Yngsta barnið var níu ára gamalt en það elsta ellefu ára. 29. maí 2022 10:38
Tilvist illsku réttlæti ekki takmarkanir á byssueign Fyrrverandi forseti Bandaríkjanna sagði á samkomu hagsmunasamtaka skotvopnaeigenda í gær að harmleikurinn í Uvalde í vikunni eigi ekki að verða til þess að skotvopn verði tekin af löghlýðnum borgurum. 28. maí 2022 08:56