Enski boltinn

Roman þakkar fyrir sig: „Heiður að vera hluti af þessu fé­lagi“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Roman Abramovich, fyrrverandi eigandi Chelsea.
Roman Abramovich, fyrrverandi eigandi Chelsea. Vísir/Getty

„Það eru næstum þrír mánuðir síðan ég tilkynnti áform mín um að selja Chelsea,“ segir í upphafi tilkynningar Roman Abramovich á vefsíðu Chelsea. Auðjöfurinn er að kveðja þar sem loks er búið að finna nýja eigendur.

Roman Abramovich hefur sagt skilið við Chelsea. Félagið hefur loks fengið nýja eigendur og Roman birti því kveðjupóst á vefsíðu félagsins.

„Á þeim tíma hefur teymið lagt hart að sér til að finna eiganda sem er í þeirri stöðu til að fara með félagið inn í næsta kafla,“ heldur Roman áfram.

„Það fylgir því mikil ábyrgð að eiga þetta félag. Síðan ég kom fyrir hartnær tuttugu árum síðan hef ég séð með eigin augum hversu miklu þetta félag getur áorkað. Markmið mitt var að tryggja að næsti eigandi sé með það hugarfar að viðhalda árangri bæði karla og kvennaliðsins ásamt því að hlúa að akademíunni og góðgerðarsamtökum félagsins.“

„Ég er ánægður að þeirri leit sé nú lokið og farsæl niðurstaða komin í málið. Ég vil óska nýjum eigendum alls hins besta, innan vallar sem utan. Það hefur verið mikill heiður að vera hluti af þessu félagi og vil ég þakka öllum fyrir þessi frábæru ár.“

Kveðjubréf Abramovich má finna á vefsíðu Chelsea. Hann er auðmjúkur og þakkar fyrir sig en minnist ekkert á ástæðurnar fyrir því að hann hafi þurft að selja félagið. Þær eru tengsl hans við Vladimir Putin, forseta Rússlands og stríðsglæpamanns.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.