Mikil reiði blossað upp eftir að svartur maður kafnaði í lögreglubíl Gunnar Reynir Valþórsson og Eiður Þór Árnason skrifa 27. maí 2022 08:24 Lögregluofbeldi er afar algengt í Brasilíu. Ljósmyndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Getty/Bruna Prado Mikil reiði hefur blossað upp í Brasilíu eftir að maður lést í haldi lögreglu í borginni Umbaúba í norðausturhluta landsins. Lögreglumenn stöðvuðu för hins þrjátíu og átta ára gamla Genivaldo de Jesus Santos á miðvikudaginn í þessari viku. Honum var svo troðið inni í skott lögreglubílsins ásamt gassprengju. Málið hefur vakið upp hörð viðbrögð og eru lögreglumennirnir sakaðir um kynþáttahatur, en Santos var svartur á hörund. Á myndböndum af atvikinu sést hvernig tveir lögreglumenn sitja á skottinu til að koma í veg fyrir að maðurinn kæmist út og sést þykkur reykur koma frá bílnum. Að lokum kafnaði Santos, að því er krufning leiddi í ljós. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu. Hafi verði með lyfseðilsskyld lyf Lögreglumennirnir sæta nú rannsókn en þeir segja Santos hafa sýnt mótþróa við handtökuna. Það stangast á við frásögn vitna. Wallison de Jesus, frænda Santos, kveðst hafa verið viðstaddur atvikið og segir að frændi sinn hafi verið akandi á mótorhjóli þegar lögregla stöðvaði hann og bað hann um að lyfta upp bolnum sínum. Jesus segir að frændi sinn hafi tekið inn lyfseðilsskyld lyf við geðklofa og verið órólegur þegar lögreglumenn fundu lyfin. Hann segist jafnframt hafa varað lögreglumennina við ástandi Santos en þá hafi „pyntingarnar byrjað.“ Á myndskeiði sem komið er í mikla dreifingu á samfélagsmiðlum sést Santos liggja í skottinu á lögreglubílnum á meðan hann sveiflar fótunum fyrir utan bílinn. Á meðan hann sparkar og öskrar sjást tveir lögreglumenn ýta niður hurðinni á skottinu á meðan gassprengju virðist vera hent inn í bílinn. Ekkja Santos segir glæp hafa átt sér stað „Þeir eiga eftir að drepa gaurinn,“ heyrist sjónarvottur segja á sama tíma og fætur Santos hætta að hreyfast. Jesus segir að frændi sinn hafi verið fluttur á sjúkrahús þar sem lögreglumennirnir hafi áttað sig á því að hann væri meðvitundarlaus. Í tilkynningu frá lögregluembættinu segir að Santos hafi verið úrskurðaður látinn á spítalanum. Maria Fabiana dos Santos, ekkja Santos, segir í samtali við staðarmiðil að atvikið væri glæpur og að eiginmaður hennar hafi aldrei verið ofbeldisfullur. Efnt var til mótmæla áður en jarðarför Santos fór fram í Umbaúba á fimmtudag. Staðarmiðilinn G1 segir að kveikt hafi verið í dekkjum á veginum þar sem Santos lést. Lögregluofbeldi er afar algengt í Brasilíu, en í síðustu viku til að mynda létust rúmlega tuttugu þegar lögreglan gerði árás í fátækrahverfi í Rio de Janeiro. Brasilía Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira
Lögreglumenn stöðvuðu för hins þrjátíu og átta ára gamla Genivaldo de Jesus Santos á miðvikudaginn í þessari viku. Honum var svo troðið inni í skott lögreglubílsins ásamt gassprengju. Málið hefur vakið upp hörð viðbrögð og eru lögreglumennirnir sakaðir um kynþáttahatur, en Santos var svartur á hörund. Á myndböndum af atvikinu sést hvernig tveir lögreglumenn sitja á skottinu til að koma í veg fyrir að maðurinn kæmist út og sést þykkur reykur koma frá bílnum. Að lokum kafnaði Santos, að því er krufning leiddi í ljós. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu. Hafi verði með lyfseðilsskyld lyf Lögreglumennirnir sæta nú rannsókn en þeir segja Santos hafa sýnt mótþróa við handtökuna. Það stangast á við frásögn vitna. Wallison de Jesus, frænda Santos, kveðst hafa verið viðstaddur atvikið og segir að frændi sinn hafi verið akandi á mótorhjóli þegar lögregla stöðvaði hann og bað hann um að lyfta upp bolnum sínum. Jesus segir að frændi sinn hafi tekið inn lyfseðilsskyld lyf við geðklofa og verið órólegur þegar lögreglumenn fundu lyfin. Hann segist jafnframt hafa varað lögreglumennina við ástandi Santos en þá hafi „pyntingarnar byrjað.“ Á myndskeiði sem komið er í mikla dreifingu á samfélagsmiðlum sést Santos liggja í skottinu á lögreglubílnum á meðan hann sveiflar fótunum fyrir utan bílinn. Á meðan hann sparkar og öskrar sjást tveir lögreglumenn ýta niður hurðinni á skottinu á meðan gassprengju virðist vera hent inn í bílinn. Ekkja Santos segir glæp hafa átt sér stað „Þeir eiga eftir að drepa gaurinn,“ heyrist sjónarvottur segja á sama tíma og fætur Santos hætta að hreyfast. Jesus segir að frændi sinn hafi verið fluttur á sjúkrahús þar sem lögreglumennirnir hafi áttað sig á því að hann væri meðvitundarlaus. Í tilkynningu frá lögregluembættinu segir að Santos hafi verið úrskurðaður látinn á spítalanum. Maria Fabiana dos Santos, ekkja Santos, segir í samtali við staðarmiðil að atvikið væri glæpur og að eiginmaður hennar hafi aldrei verið ofbeldisfullur. Efnt var til mótmæla áður en jarðarför Santos fór fram í Umbaúba á fimmtudag. Staðarmiðilinn G1 segir að kveikt hafi verið í dekkjum á veginum þar sem Santos lést. Lögregluofbeldi er afar algengt í Brasilíu, en í síðustu viku til að mynda létust rúmlega tuttugu þegar lögreglan gerði árás í fátækrahverfi í Rio de Janeiro.
Brasilía Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira