Enski boltinn

Arsenal vill fá fleiri leikmenn City

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Oleksandr Zinchenko virðir Englandsmeistarabikarinn fyrir sér.
Oleksandr Zinchenko virðir Englandsmeistarabikarinn fyrir sér. getty/Tom Flathers

Arsenal vill ekki bara fá Gabriel Jesus í sumar heldur er annar leikmaður Englandsmeistara Manchester City á óskalista liðsins.

Samkvæmt heimildum Daily Mail hefur Arsenal áhuga á Úkraínumanninum Oleksandr Zinchenko.

Hann hefur aðallega spilað sem vinstri bakvörður hjá City en Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, hyggst nota hann sem miðjumann, stöðu sem hann spilar með úkraínska landsliðinu.

Arteta þekkir vel til Zinchenkos og Jesus frá því hann var aðstoðarmaður Peps Guardiola hjá City.

Arsenal endaði í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á nýafstöðnu tímabili.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.