„Hérna erum við enn eina ferðina, annar sorgardagur í sögu þjóðarinnar“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. maí 2022 20:14 Jimmy Kimmel tók upp sérstakt innslag til að ræða skotárásina í Texas. Skjáskot Skotárásin í Robb-grunnskólanum í Texas í Bandaríkjunum í vikunni var ofarlega í huga helstu spjallþáttastjórnenda Bandaríkjanna í þáttum þeirra eftir árásina mannskæðu. Jimmy Kimmel, sem stýrir Jimmy Kimmel Live!, og hefur verið mjög gagnrýnin á þá stjórnmálamenn sem koma í veg fyrir að skotvopnalöggjöf verði hert í Bandaríkjunum, tók upp sérstakt innslag vegna árásarinnar. Þar mátti sjá að hann átti erfitt með sig, er hann gagnrýndi sömu stjórnmálamenn aftur. „Hérna erum við enn eina ferðina, annar sorgardagur í sögu þjóðarinnar,“ sagði Kimmel. Gagnrýndi hann þá stjórnmálamenn og klappstýrur þeirra sem segja að mikilvægt sé að gera skotárásir á borð við þá sem átti sér stað í Texas í vikunni ekki að pólitísku bitbeini. „Þeir gagnrýna forsetann okkar um leið og hann byrjar að ræða um að gera eitthvað til að stoppa þetta. Vegna þess að þeir vilja ekki ræða þetta. Vegna þess að þeir vita hvað þeir hafa gert. Þeir vita að það er óverjandi þannig að þeir vilja frekar sópa þessu undir teppið,“ sagði Kimmel. Stephen Colbert og James Corden, sem stýra The Late Show og The Late Late Show, tóku einnig upp sérstök innslög vegna skotárásarinnar. Corden, sem er breskur, sagðist ekki geta skilið tilganginn með þessum skotárásum. Skotvopnalöggjöf í Bretlandi var hert til muna eftir skotárás í skoskum skóla árið 1996, þar sem 21 týndi lífi. „Þegar ég skutla krökkunum mínum í skólann og kyssi þau bless dettur mér ekki í hug að þetta gæti verið síðasta kveðjan. Tilhugsunin um þetta símtal, að barnið þitt hafi verið fórnarlamb skotárás, það er handan skilningi okkar sem mannverum,“ sagði Corden. Bætti hann við að hann ætti erfitt með að skilja þá sem sætta sig við að skotárásir á borð við þá í Texas séu hliðarafurð rúmrar skotvopnalöggjafar Bandaríkjanna. Colbert talaði á svipuðum nótum og í tilfinnaþrungnu innslagi hvatti hann leiðtoga Bandaríkjanna til að gera eitthvað í málinu. Þá hvatti hann kjósendur til að kjósa þá sem segjast ætla að herða skotvopnalöggjöfina. „Bænir munu ekki binda enda á þetta, en þitt atkvæði gæti gert það. Næst þegar þú kýst skaltu spyrja þig þessarar spurningar. Hver af þeim sem er að bjóða sig fram hefur sagt opinberlega að hann muni gera allt sem hann geti til að vernda barnið þitt fyrir þessum glæpsamlega og brjálæðislega fjölda byssa í Bandaríkjunum? Jimmy Fallon, stjórnandi The Tonight Show, nýtti viðtal sitt við Jen Psaki, blaðafulltrúa Hvíta hússins, til að taka á málinu. Psaki var með tárin í augunum þegar hún talaði um skotárásina. „Ég held að eins og svo margir foreldrar um allt hafi ég verið að hugsa um hvort ég ætti að senda barnið mitt í leikskólann í dag og hvort það væri öruggt. Er hún örugg þar? Hvers konar öryggisgæsla er þar? Ætti að vera öryggisgæsla þar?“ Árásin í Uvalde er mannskæðasta skólaskotárás Bandaríkjanna frá því árið 2012 þegar 26 manns, þar af tuttugu börn, voru myrt í Sandy Hook skólanum í Connecticut. Þrátt fyrir mikinn vilja forsetans og margra bandamanna hans í Demókrataflokknum er talið ólíklegt að byssulöggjöf Bandaríkjanna muni breytast að einhverju viti á næstu árum. Svo gott sem allir þingmenn Repúblikana, hvort sem er í fulltrúa- eða öldungadeild, eru á móti lagabreytingum sem takmarka rétt fólks til byssueignar svo nokkru varði. Skotárás í grunnskóla í Uvalde Bandaríkin Bíó og sjónvarp Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
Jimmy Kimmel, sem stýrir Jimmy Kimmel Live!, og hefur verið mjög gagnrýnin á þá stjórnmálamenn sem koma í veg fyrir að skotvopnalöggjöf verði hert í Bandaríkjunum, tók upp sérstakt innslag vegna árásarinnar. Þar mátti sjá að hann átti erfitt með sig, er hann gagnrýndi sömu stjórnmálamenn aftur. „Hérna erum við enn eina ferðina, annar sorgardagur í sögu þjóðarinnar,“ sagði Kimmel. Gagnrýndi hann þá stjórnmálamenn og klappstýrur þeirra sem segja að mikilvægt sé að gera skotárásir á borð við þá sem átti sér stað í Texas í vikunni ekki að pólitísku bitbeini. „Þeir gagnrýna forsetann okkar um leið og hann byrjar að ræða um að gera eitthvað til að stoppa þetta. Vegna þess að þeir vilja ekki ræða þetta. Vegna þess að þeir vita hvað þeir hafa gert. Þeir vita að það er óverjandi þannig að þeir vilja frekar sópa þessu undir teppið,“ sagði Kimmel. Stephen Colbert og James Corden, sem stýra The Late Show og The Late Late Show, tóku einnig upp sérstök innslög vegna skotárásarinnar. Corden, sem er breskur, sagðist ekki geta skilið tilganginn með þessum skotárásum. Skotvopnalöggjöf í Bretlandi var hert til muna eftir skotárás í skoskum skóla árið 1996, þar sem 21 týndi lífi. „Þegar ég skutla krökkunum mínum í skólann og kyssi þau bless dettur mér ekki í hug að þetta gæti verið síðasta kveðjan. Tilhugsunin um þetta símtal, að barnið þitt hafi verið fórnarlamb skotárás, það er handan skilningi okkar sem mannverum,“ sagði Corden. Bætti hann við að hann ætti erfitt með að skilja þá sem sætta sig við að skotárásir á borð við þá í Texas séu hliðarafurð rúmrar skotvopnalöggjafar Bandaríkjanna. Colbert talaði á svipuðum nótum og í tilfinnaþrungnu innslagi hvatti hann leiðtoga Bandaríkjanna til að gera eitthvað í málinu. Þá hvatti hann kjósendur til að kjósa þá sem segjast ætla að herða skotvopnalöggjöfina. „Bænir munu ekki binda enda á þetta, en þitt atkvæði gæti gert það. Næst þegar þú kýst skaltu spyrja þig þessarar spurningar. Hver af þeim sem er að bjóða sig fram hefur sagt opinberlega að hann muni gera allt sem hann geti til að vernda barnið þitt fyrir þessum glæpsamlega og brjálæðislega fjölda byssa í Bandaríkjunum? Jimmy Fallon, stjórnandi The Tonight Show, nýtti viðtal sitt við Jen Psaki, blaðafulltrúa Hvíta hússins, til að taka á málinu. Psaki var með tárin í augunum þegar hún talaði um skotárásina. „Ég held að eins og svo margir foreldrar um allt hafi ég verið að hugsa um hvort ég ætti að senda barnið mitt í leikskólann í dag og hvort það væri öruggt. Er hún örugg þar? Hvers konar öryggisgæsla er þar? Ætti að vera öryggisgæsla þar?“ Árásin í Uvalde er mannskæðasta skólaskotárás Bandaríkjanna frá því árið 2012 þegar 26 manns, þar af tuttugu börn, voru myrt í Sandy Hook skólanum í Connecticut. Þrátt fyrir mikinn vilja forsetans og margra bandamanna hans í Demókrataflokknum er talið ólíklegt að byssulöggjöf Bandaríkjanna muni breytast að einhverju viti á næstu árum. Svo gott sem allir þingmenn Repúblikana, hvort sem er í fulltrúa- eða öldungadeild, eru á móti lagabreytingum sem takmarka rétt fólks til byssueignar svo nokkru varði.
Skotárás í grunnskóla í Uvalde Bandaríkin Bíó og sjónvarp Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira