Klopp valinn þjálfari ársins á Englandi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. maí 2022 22:31 Jürgen Klopp var valinn þjálfari ársins á Englandi. Nick Taylor/Liverpool FC/Liverpool FC via Getty Images Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur verið valinn stjóri ársins á Englandi af samtökum knattspyrnustjóra þar í landi. Liverpool endaði í örðu sæti ensku úrvalsdeildarinnar á tímabilinu með 92 stig, aðeins einu stigi minna en Manchester City sem varði Englandsmeistaratitilinn. Þá vann Liverpool báðar bikarkeppnirnar á Englandi, deildarbikarinn og FA-bikarinn. „Þetta er mikill heiður og þetta var algjörlega klikkað tímabil,“ sagði Klopp þegar hann tók við verðlaununum. „Í seinustu umferðinni voru bara tveir leikir sem skiptu litlu sem engu máli, en í öllum hinum var allt undir.“ „Þetta tók á taugarnar og úrslitin féllu ekki alveg með okkur, en við erum búnir að jafna okkur á því. Þegar þú vinnur verðlaun eins og þessi þá er það annað hvort af því að þú ert snillingur, eða af því að þú ert með besta þjálfarateymi í heimi. Ég er hér með fjórum úr mínú þjálfarateymi og þeir vita vel hversu mikið ég kann að meta þá,“ sagði Þjóðverjinn. BREAKING: Jurgen Klopp is the Premier League's Barclays Manager of the Season! 👔🏆 pic.twitter.com/C8GaNnZwVT— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 24, 2022 Sir Alex Ferguson, fyrrum þjálfari Manchester United, veitti verðlaunin, en þau eru einmitt nefnd eftir þessum sigursælasta þjálfara ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi - Sir Alex Ferguson bikarinn. Sem fyrrum þjálfari erkifjenda Liverpool átti Ferguson erfitt með að leyna vonbrigðum sínum, þó það hafi líklega að mestu verið í gríni gert. „Þetta er hræðilegt. Algjörlega hræðilegt... Jürgen Klopp,“ sagði Ferguson þegar hann tilkynnti sigurvegarann. Klopp tók því þó vel og þakkaði kærlega fyrir sig. „Það að vera kosinn af kollegum mínum eru auðvitað mikilvægustu verðlaunin sem maður getur unnið,“ bætti Klopp við. „Ég trúi venjulega ekki á einstaklingsverðlaun í fótbolta af því að þetta er liðsíþrótt og ég væri ekkert án þessara mann sem eru hér með mér í kvöld. Þetta snýst um það sem við getum gert saman og það sem við höfum gert saman,“ sagði Klopp að lokum. Enski boltinn Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Sjá meira
Liverpool endaði í örðu sæti ensku úrvalsdeildarinnar á tímabilinu með 92 stig, aðeins einu stigi minna en Manchester City sem varði Englandsmeistaratitilinn. Þá vann Liverpool báðar bikarkeppnirnar á Englandi, deildarbikarinn og FA-bikarinn. „Þetta er mikill heiður og þetta var algjörlega klikkað tímabil,“ sagði Klopp þegar hann tók við verðlaununum. „Í seinustu umferðinni voru bara tveir leikir sem skiptu litlu sem engu máli, en í öllum hinum var allt undir.“ „Þetta tók á taugarnar og úrslitin féllu ekki alveg með okkur, en við erum búnir að jafna okkur á því. Þegar þú vinnur verðlaun eins og þessi þá er það annað hvort af því að þú ert snillingur, eða af því að þú ert með besta þjálfarateymi í heimi. Ég er hér með fjórum úr mínú þjálfarateymi og þeir vita vel hversu mikið ég kann að meta þá,“ sagði Þjóðverjinn. BREAKING: Jurgen Klopp is the Premier League's Barclays Manager of the Season! 👔🏆 pic.twitter.com/C8GaNnZwVT— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 24, 2022 Sir Alex Ferguson, fyrrum þjálfari Manchester United, veitti verðlaunin, en þau eru einmitt nefnd eftir þessum sigursælasta þjálfara ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi - Sir Alex Ferguson bikarinn. Sem fyrrum þjálfari erkifjenda Liverpool átti Ferguson erfitt með að leyna vonbrigðum sínum, þó það hafi líklega að mestu verið í gríni gert. „Þetta er hræðilegt. Algjörlega hræðilegt... Jürgen Klopp,“ sagði Ferguson þegar hann tilkynnti sigurvegarann. Klopp tók því þó vel og þakkaði kærlega fyrir sig. „Það að vera kosinn af kollegum mínum eru auðvitað mikilvægustu verðlaunin sem maður getur unnið,“ bætti Klopp við. „Ég trúi venjulega ekki á einstaklingsverðlaun í fótbolta af því að þetta er liðsíþrótt og ég væri ekkert án þessara mann sem eru hér með mér í kvöld. Þetta snýst um það sem við getum gert saman og það sem við höfum gert saman,“ sagði Klopp að lokum.
Enski boltinn Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Sjá meira