Klopp valinn þjálfari ársins á Englandi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. maí 2022 22:31 Jürgen Klopp var valinn þjálfari ársins á Englandi. Nick Taylor/Liverpool FC/Liverpool FC via Getty Images Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur verið valinn stjóri ársins á Englandi af samtökum knattspyrnustjóra þar í landi. Liverpool endaði í örðu sæti ensku úrvalsdeildarinnar á tímabilinu með 92 stig, aðeins einu stigi minna en Manchester City sem varði Englandsmeistaratitilinn. Þá vann Liverpool báðar bikarkeppnirnar á Englandi, deildarbikarinn og FA-bikarinn. „Þetta er mikill heiður og þetta var algjörlega klikkað tímabil,“ sagði Klopp þegar hann tók við verðlaununum. „Í seinustu umferðinni voru bara tveir leikir sem skiptu litlu sem engu máli, en í öllum hinum var allt undir.“ „Þetta tók á taugarnar og úrslitin féllu ekki alveg með okkur, en við erum búnir að jafna okkur á því. Þegar þú vinnur verðlaun eins og þessi þá er það annað hvort af því að þú ert snillingur, eða af því að þú ert með besta þjálfarateymi í heimi. Ég er hér með fjórum úr mínú þjálfarateymi og þeir vita vel hversu mikið ég kann að meta þá,“ sagði Þjóðverjinn. BREAKING: Jurgen Klopp is the Premier League's Barclays Manager of the Season! 👔🏆 pic.twitter.com/C8GaNnZwVT— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 24, 2022 Sir Alex Ferguson, fyrrum þjálfari Manchester United, veitti verðlaunin, en þau eru einmitt nefnd eftir þessum sigursælasta þjálfara ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi - Sir Alex Ferguson bikarinn. Sem fyrrum þjálfari erkifjenda Liverpool átti Ferguson erfitt með að leyna vonbrigðum sínum, þó það hafi líklega að mestu verið í gríni gert. „Þetta er hræðilegt. Algjörlega hræðilegt... Jürgen Klopp,“ sagði Ferguson þegar hann tilkynnti sigurvegarann. Klopp tók því þó vel og þakkaði kærlega fyrir sig. „Það að vera kosinn af kollegum mínum eru auðvitað mikilvægustu verðlaunin sem maður getur unnið,“ bætti Klopp við. „Ég trúi venjulega ekki á einstaklingsverðlaun í fótbolta af því að þetta er liðsíþrótt og ég væri ekkert án þessara mann sem eru hér með mér í kvöld. Þetta snýst um það sem við getum gert saman og það sem við höfum gert saman,“ sagði Klopp að lokum. Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Sjá meira
Liverpool endaði í örðu sæti ensku úrvalsdeildarinnar á tímabilinu með 92 stig, aðeins einu stigi minna en Manchester City sem varði Englandsmeistaratitilinn. Þá vann Liverpool báðar bikarkeppnirnar á Englandi, deildarbikarinn og FA-bikarinn. „Þetta er mikill heiður og þetta var algjörlega klikkað tímabil,“ sagði Klopp þegar hann tók við verðlaununum. „Í seinustu umferðinni voru bara tveir leikir sem skiptu litlu sem engu máli, en í öllum hinum var allt undir.“ „Þetta tók á taugarnar og úrslitin féllu ekki alveg með okkur, en við erum búnir að jafna okkur á því. Þegar þú vinnur verðlaun eins og þessi þá er það annað hvort af því að þú ert snillingur, eða af því að þú ert með besta þjálfarateymi í heimi. Ég er hér með fjórum úr mínú þjálfarateymi og þeir vita vel hversu mikið ég kann að meta þá,“ sagði Þjóðverjinn. BREAKING: Jurgen Klopp is the Premier League's Barclays Manager of the Season! 👔🏆 pic.twitter.com/C8GaNnZwVT— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 24, 2022 Sir Alex Ferguson, fyrrum þjálfari Manchester United, veitti verðlaunin, en þau eru einmitt nefnd eftir þessum sigursælasta þjálfara ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi - Sir Alex Ferguson bikarinn. Sem fyrrum þjálfari erkifjenda Liverpool átti Ferguson erfitt með að leyna vonbrigðum sínum, þó það hafi líklega að mestu verið í gríni gert. „Þetta er hræðilegt. Algjörlega hræðilegt... Jürgen Klopp,“ sagði Ferguson þegar hann tilkynnti sigurvegarann. Klopp tók því þó vel og þakkaði kærlega fyrir sig. „Það að vera kosinn af kollegum mínum eru auðvitað mikilvægustu verðlaunin sem maður getur unnið,“ bætti Klopp við. „Ég trúi venjulega ekki á einstaklingsverðlaun í fótbolta af því að þetta er liðsíþrótt og ég væri ekkert án þessara mann sem eru hér með mér í kvöld. Þetta snýst um það sem við getum gert saman og það sem við höfum gert saman,“ sagði Klopp að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Sjá meira