Veður

Víða má búast við skúrum

Eiður Þór Árnason skrifar
Það er tími vorverka víða um land.
Það er tími vorverka víða um land. Vísir/Vilhelm

Útlit er fyrir suðlæga eða breytilega átt og fremur hægan vindhraða í dag eða þrjá til átta metra á sekúndu. 

Víða má búast við skúrum, en hann hætti að hanga þurr að mestu á norðaustanverðu landinu þangað til eftir hádegi að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofunni.

Á morgun er því spáð að miðja grunnrar lægðar verði yfir landinu, vindátt breytileg og vindur yfirleitt hægur. Búast má við vætu víða um land, ýmist skúrir eða rigning, en tekið er fram að það verður sennilega lítil eða engin úrkoma á Vestfjörðum. Hitinn í dag og á morgun verður á bilinu sex til tólf stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag (uppstigningardagur):  Norðan 5-10 og súld eða rigning norðan- og austanlands, en skýjað með köflum og líkur á stöku síðdegisskúrum sunnantil á landinu. Hiti 5 til 13 stig, mildast sunnan heiða.

Á föstudag:  Norðlæg eða breytileg átt 3-8. Skýjað á norðanverðu landinu, en rofar til seinnipartinn. Bjart með köflum í öðrum landshlutum og yfirleitt þurrt. Hiti breytist lítið.

Á laugardag:  Fremur hæg suðlæg eða breytileg átt, léttskýjað og hiti 10 til 15 stig en líkur á þokulofti við ströndina, einkum vestantil.

Á sunnudag:  Hæg suðlæg eða breytileg átt og léttskýjað, en suðaustan5-10 og skýjað suðvestan og vestanlands. Hlýtt í veðri.

Á mánudag:  Vestlæg átt og skýjað með köflum vestantil annars yfirleitt bjartviðri. Áfram hlýtt í veðri.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×