Að mati leikmanna Real Madrid þá sýndi Salah spænska félaginu vanvirðingu með slíkri yfirlýsingu og einn þeirra segir að þeir ætli að nýta sér það í úrslitaleiknum í París.
Salah sagði þetta eftir undanúrslitaleik Liverpool á móti Villarreal en Real Madrid og Manchester City spiluðu kvöldið eftir.
Real Madrid motived by Mohamed Salah 'disrespect' - Fede Valverde - via @ESPN App https://t.co/dMKnQ7hFmp
— John Norris (@Jonnynono) May 23, 2022
„Ég vil mæta Madrid ef ég segi alveg eins og er. City er mjög erfitt lið að spila við og við höfum mætt þeim oft á þessu tímabili. Ef þú spyrð mig þá myndi ég segja Madrid,“ sagði Mohamed Salah eftir leikinn.
Hann bætti við: „Af því að við töpuðum úrslitaleiknum á móti þeim þá vil ég mæta þeim aftur og vinna núna,“ sagði Salah.
„Þetta eru auðvitað orð sem allir geta túlkað á sinn hátt. Ég er mótherji hans og í mínum augum er þetta vanvirðing við merki Real Madrid og leikmenn liðsins,“ sagði Fede Valverde, miðjumaður Real Madrid, í viðtali við Club del Deportista tímaritið.
„Það eina sem við verðum að gera er að gera okkar besta og sýna af hverju við erum í þessum úrslitaleik. Við skulum vona að við náum að færa stuðningsmönnum okkar og Real Madrid annan bikar,“ sagði Valverde.